Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 81
Islenzk fornrit og enskar bókmentir
63
“Um orsakir lrugrekkis Dana að
fornu” (1689) enskum fomfræð-
ingum á 18. öld, og öðrum þeim,
sem fræðast vildu um norræn efni,
hreinasta gullnáma, en í riti þessu
eru latneskir útdrættir úr fjölda
íslenzkra fornkvæða og sagna.
Annað rit, sem víðkunnugt varð
og í miklum metum meðal fræði-
manna á Englandi og víðar, var
safnritið mikla um norræn fræði
(‘“Thesaurus’ ’), sem enski klerk-
urinn dr. George Hickes, síðar
biskup, gaf út í Oxford í þrem
bindum (1703—1705). 1 formála
sínum hvetur hann lesendur öflug-
lega til að nema norrænu, vitnar
iðulega í íslenzk fornrit og prentar
úr Hervarar sögu, á frummálinu
og í óbundnu máli á ensku, kvæði
Hervarar, er hún kveður Angantý
upp úr haugnum á Sámsey og nær
sverðinu Tyrfing. (“Angantýr
vaknar ”.)*).
Hinn fræg'i enski þjóðkvæða-
safnari, Thomas biskup Percy, lét
prenta í Lundúnum 1763 bækling,
sem hér kemur mjög við sög*u, en
hann nefnist “Five Pieces of
Runic Poetry Translated from tlie
Icelandic Language” (Fimm rúna-
kvæði þýdd úr íslenzku), og voru
*)1 ofannefndri ritgerð sinni um áhrif ís-
lenzkra bókmenta á enskar bókmentir segir
dr. Jón Stefánsson, að John Dryden, höfuð-
skáld Englendinga á 17. öld, hafi á elliár-
um þýtt 4 ensku þessi ljóð Hervarar, og
gefið út bæði frumtextann og þýðinguna í
kvæðasafninu “Miscellany Poems.” En hér
er málum blandað. 1 þessu riti var prentuð
UPP þýðing dr. Hickes á kvæðinu, án þess
Þó að þýðandi væri nefndur, og kvæðið
sjálft á frummálinu. (Smbr. ofannefnt rit
Parleys, bls. 47—48). Rétt er það samt, að
Dryden hefir haft einhver kynni af fornum
fræðum norrænum. Sézt það fyrst og fremst
á Því að hann tekur upp í safn sitt þýðing-
nna á Hervararkvæðinu og frumkvæðið.
Auk þess lýsir hann í einu rita sinna nor-
rænu (tevtónsku) goðahofi og yrkir lofsöng
til Óðins,
þar meðal annars þýðingar í lausu
máli á “ Krákumálum, ” “Höfuð-
lausn” og “Hákonarmálum”;
vöktu kvæði þessi mikla athyg'li,
því að til eru af þeim í enskum
bókmentum fjöldamargar síðari
þýðingar og stælingar. Þessar
þýðingar Percy’s eru þó ekki gerð-
ar eftir frumkvæðunum, heldur
eftir þýðingum annara á ýmsum
málum. Fór það að vonum, að
þekking hans og annara fyrstu að-
dáenda íslenzkra fræða á Eng-
landi, sem bygðu á ritum þýðenda
i stað frumritanna, væri ærið
gloppótt, enda kemur það víða
fram. Hins er þó skemtilegra að
minnast, að Percy biskup var einn
af 'helztu; brautryðjendum ís-
lenzkra fræða á Englandi, ekki
helzt og fremst fyrir þýðingar sín-
ar á rúnakvæðunum fimm, þó
merkilegar væru, heldur öllu frem-
ur fyrir það, að hann sneri á ensku
því ritinu, sem sérfræðingar telja,
að átt hafi drýgstan þáttinn í því,
að vekja á Englandi víðtækan á-
liuga á norrænum bókmentum.
Þetta merkisrit var Danmerkur-
saga svissneska fræðimannsins P.
H. Mallets, rituð á frönsku og
prentuð í Kaupmannaihöfn og
Geneva í mörgum bindum, en hin
enska þýðing Percy’s á tveim
fyrstu bindunum kom út í Lundún-
um 1770 undir nafninu “Northern
Antiquities” (Norræn fornfræði).
Var þar saman kominn geysimik-
ill fróðleikur um menningu og sögu
Norðurlandabúa hina fornu, þó
þar kendi ýmsra grasa, ásamt út-
dráttum og þýðingum úr íslenzk-
um fomritum. Hefir sagt verið,
að Mallet hafi orðið fyrstur manna
til að klæða norræn fornfræði í al-