Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 91
íslenzk fornrit og enskar þókmentir
73
Gísli og AuSur eru aðsópsmiklar
persóaur í sögum hans og jafn-
framt sann-raunverulegar; verður
þó að taka með í reikninginn, að
honum var ekki í kot vísað með
fyrirmjTidir þeirra.*)
En þó margt sé óneitanlega vel
um þessar skáldsögur Hewlett’s og
samskonar skáldverk sumra ann-
ara (“Eirík hjarteygða” Hag-
gard’s, ‘‘Styrbjörn sterka” Eddi-
son’s og “Nesverja” Linklater’s),
jafnast þær ekki á við Islendinga-
sögur eða aðrar fornsögur, sem
þær líkja eftir; hæði er það, að
sitthvað skilur nútíðarskáldsögur
og íslenzkar fornsögTir, og þó sér-
staklega hitt, að einungis fráhær-
ir snillingar í frásagnarlist fá kept
við sögumennina íslenzku.
Skáldkonan Beatrice Helen
Barmby, sem nam íslenzku af eigin
ramleik með hjólp orðabókar
þeirra Vigfússonar og Cleasby’s,
ritaði aðlaðandi og eftirtektar-
verðan sjónleik um Gísla Súrsson
(1901), undir sama nafni, sem séra
Matthías Jochumsson sneri á vora
tungu. Það er bæði, að efni Gísla
sögni Súrssonar er dramatískt
mjög, enda hefir hin enska skáld-
kona gert því ágæt skil; hún hefir
kunnað að velja þá atburði, sem
bezt fara og áhrifamestir verða á
*)ítarleg frásögn um hann og bækur hans
er í framannefndu riti Allen’s, “Old Icelandic
Sources in the English Novel.” Telur
Alien, sem rannsakað hefir þaö efni gaum-
gæfilega, 57 skáldsögur á ensku um efni
tir íslenzkum fornritum; en þar sem rann-
sókn hans nær ekki nema til ársins 1923
hafa nokkrar bæzt í hðpinn síðan, svc, að
slikar sögur eru nú rúmlega 60 talsins; en
um þær má með sanni segja, að þar er “mis-
jafn sauður í mörgu fé,” og hafa aðeins
hinar beztu verið teknar til athugunar I
þessari ritgerð. En frððlegt er að lesa um
Þær í heild sinni I bók Allens, og vlsast
Þangað.
leiksviði, og fer þó eins nærri
frumritinu og unt er. Gísli, þetta
skáldhneigða liraustmenni, sem
eigi fékk komist úr greipum
rammra örlaga, stendur oss lif-
andi fyrir sjónum; jafng'óðar eru
lýsingarnar á öðrum persónum
leiksins, ekki sízt á trygðatröllinu
Auði, konu Gísla.
Leikrit þetta hlaut einnig mikið
lof hinna fremstu enskra nor-
rænufræðinga, svo sem prófessors
W. P. Ker, sem ritað hefir um
norræn efni af fágætri þekkingu og
skörpum skilningi. Miss Barmby
orkti einnig margt prýðisgóðra
styttri kvæða út af viðburðum í
fornsögum vorum, og hefir séra
Matthías þýtt sum þeirra á ís-
lenzlcu. Skáldkonan sneri einnig á
ensku nokkrum skáldkvæðum og
öðrum fornkvæðum íslenzkum.*)
Eitt af hinum kunnari ljóðskáld-
um enskum, núlifandi, er Gordon
Bottomley, sem samið hefir merki-
legt leikrit út af Njálu, ‘ ‘ The Ride
to Lithend” (Reiðin að Hlíðar-
enda). Um liann og það rit hans
sérstaklega hefir merlrur skozkur
bókm ent afræðingiur, prófessor
Alexander MacGilí, skrifað fróð-
lega ritgerð á íslenzku (Eimreiðin,
I, 1927) og farast honum meðal
annars svo orð:
“Óþarft er að minna lesendur
Eimreiðarinnar á frásögn þá, sem
Gordon Bottomley leggur til
grundvallar leikriti sínu. Sjötug-
asti og fimti og sjötti kapítuli
Njálu eru óglejunanlegir, þótt þeir
standi mitt inni í margþættri frá-
*)Til frekari fræðslu um æfi og störf skáld-
konunnar og sjálfa hana, má vlsa til for-
málans aS þýðingu séra Matthíasar, “GIsli
Súrsson,” Akureyri, 1902.