Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 28
10
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
og síðar var til á æsku-lieimili
Indriða*) um jólin, og þar kemur
Gvendur snemmbæri, sem var al-
kunnur flakkari í Skagafirði á
þeim dögum.**) Þó er eitt atriði
af erlendum toga spunnið: samtal-
ið milli liúsbændanna, Önnu og
Þorláks í fvrsta þætti á rætur sín-
ar að rekja til einnar senu í
“Tartuffe” eftir Moliere, er
Indriði las um það leyti er bann
var að semja leikinn.###)
Það er auðvelt að finna galla á
þessari fnamsmíð Indriða, einkum
ef liún er borin saman við verk
meistarans Ibsens, sem mjög hefir
mótað smekk nútíðarmanna, ekki
sízt á Islandi. “Nýjársnóttin”
liefir ekki annan boðskap að flytja
en sigur liins góða yfir hinu illa,
og liún er fátæk að sterkum per-
.sónum og fast mótuðum mannlýs-
ingum. Eig'inlega eru það þau
álfakarlinn og- Áslaug ein, sem
hafa nokkurt tækifæri til að sýna
livað í þeim býr, milli þeirra stend-
ur baráttan. Ástæður karlsins
fyrir gerðum sínum eru ágætar og
skýra liann til hlítar, síður sann-
færir oss nútíðarmenn ástæða Ás-
laugar, að hún vonaði að eignast
ódauðlega sál, en raunar er sú á-
stæða bæði skáldleg og fullgild frá
sjónarmiði rétttrúaðs fólks um
1870. Hinu fólkinu er meinað að
taka þátt í rás viðburðanna, nema
Guðrúnu einni og þó að litlu leyti;
það er eins og peð á skáktafli ör-
laganna, og peðin gleymast, nema
*)“J61 1 Norðurlandi”. Vísir 24. des. 1924.
**)Sbr. íslenzklr þjðBhættir, eftir sr. Jónas
Jónasson bls. 254.
***)Sbr. bréf 22. júlí 1935.
þau sé eitthvað meira en lítið af-
káraleg eins og Gvendur snemm-
bæri, eða ef þeim er leikið í upp-
nám eins og Þorláki, sem álfarnir
æra. Styrkur “Nýjársnæturinn-
ar” liggur í því hve laglega höf-
undi hefir tekist að smeygja uggi
þjóðtrúarinnar í hug áhorfend-
anna, hve kænlega hann kann að
skapa æsingu og lialda henni við,
og síðast, en ekki sízt, hve sýnt
lionum er ufm álirifamiklar leik-
sýningar.
“Nýjársnóttin” var leikin í
fyrsta sinn af skólapiltum í Langa-
lofti Latínuskólans kvöldin 28.#)
29. og 30. de.s. 1871, ásamt smáleik,
‘ ‘ Heimkomunni ” e f t i r Ó 1 a f
Björnsson. Yar bæjarbúum boðið
til leikanna, en Þjóðólfur**) lauk
lofsorði á skemtunina og' einkum
“Nýjársnóttina.” Að dómi blaðs-
ins var hún “efnisríkur leikur
leiddur með skáldlegri meðferð og
vand-virkni út af þjóðsögum vorum
og þjóðlífi, og víðast hvar furðu
vel niður lagður og lagaður fyrir
leiksviðið eins og' það er algjört í
öðrum löndum. Allir þeir er léku,
léku vel, nokkrir afbragðsvel.”
Þess má geta, að Indriði sjálfur
lék Guðrúnu, og oftar lék hann
stúlkur á skólaárum sínum, var
liann manna bezt til þes.s fallinn
sakir vaxtar síns og fríðleika.###)
Bn Sigurður málari útbjó bæði
tjöld og útlit leikendanna.
*)petta er sögn pjóðólfs, en í leikskrá Leik-
fél. Rvfkur 1. apr. 1917: “Nýjársnóttin í
fimtugasta sinn,” er frumleikurinn talinn 27.
des., eflaust eftir sögn Indriöa sjálfs.
**)6. jan 1872.
***)lsafold 21. marz 1917 (“Fágætur leik-
viðburður”).