Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 35
Indriði Einarsson
17
mót í íslenzkri leiksögu, því þá var
Leikfélag Eeykjavíkur stofnað (11.
jan. 1897). 1 bréfi (22. júlí 1935)
kveðst Indriði hafa verið einn af
stofnendum þess, en ekki er hann
talinn með þeim í grein þeirri er
Þorvarður Þorvarðsson ritaði um
félagið 1904, *) né lieldur í grein
þeirri er hann skrifaði sjálfur í
Lögréttu: “Leikfélag Reykjavíkur
þrítugt, ”**) svo þetta mun vera
misminni. Ekki þarf þó að efa,
að hann hafi haft hönd í bagga
bæði þá og síðar með Leikfélaginu;
fvrsta árið var liann auk þess leið-
beinandi við leikana. Síðar liafa
börn lians og barnabörn verið hin-
ir ötulustu starfsmenn í Leikfélag-
inu.
Y.
En nú er mál til komið að víkja
aftur að hinu realistiska leikriti
Indriða: “Skipið sekkur.” Að
vísu kom það ekki fyrir almenn-
ingssjónir fyr en á eftir næsta
leikriti lians, “Sverð og bagall,”
en það var þó fullgert á undan því
leikriti, og er því rétt að taka það
hér til meðferðar.***)
“Skipið sekkur” er fyrsta og
eina nútíðar-drama Indriða. Leit-
ast hann þar við að leggja þjóðfé-
lagsmálin í dóm á líkan hátt og
gert höfðu hin norsku skáld, eink-
um Björnson og Ibsen. Eins og
*)“Leikfélag Reykjavíkur 1897 - 1904.”
Reykjavík, 1904.
**)Sérpr. úr Lögr. (24. marz 1927) Prentsm.
Acta, 1927. 20 bls.
***)Skipið sekkur. S0ónleikur í fjórum þátt-
um. BessastaSir, Skúii Thoroddsen, 1902.
Ritdómar: í NorSurlandi 15. nóv. 1902
(E. H. Kvaran? telur það aðalgallann að
konan sé ekki neitt sympatisk).
“Gjaldþrot” (En Fallit) Björn-
sons er þetta saga af kaupmanni,
sem verður gjaldþrota, en annars
er kaupmaður Indriða lítils verður
í samanburði við liinn norska
gróssjera; liann er drykkjuræfill,
sem á endanum fer frá öllu til
Ameríku. Hetjan í leiknum er ekki
hann, heldur frú Sigríður, kona
hans, sem að nokkru leyti minnir
á Nóru í “Brúðuheimili” Ibsens,
að nokkru leyti á frú Ellida í
“Frúnni frá hafinu” eftir sama.
Hún vill skilnað við bónda sinn,
ekki aðeins af því að hann er ræf-
ill, lieldur einnig af því að liún á
unnusta, sem hún hafði farist á
mis við í gamla daga, en sem nú
fyrst býður lienni hönd og ham-
ingju. Að hún á síðustu stundu
háfnar boðum lians og hamingju
sinni kemur til af því, að dóttir
hennar, Brvnhildur, liefir mist
unnusta sinn voveiflega og berst
lítt af eftir missinn. Þar við bæt-
i.st að Brvnliildur lítur á ráða-
breytni móður sinnar með augum
almennings, sem fordæmir skilnað,
ekki sízt skilnað til þess að taka
saman við annan mann. Frú Sig-
ríður stenzt ekki þunga almenn-
ingsálitsins þegar það kemur fram
í fortölum dóttur hennar, en liún
lætur undan því, án þess aó trúa á
réttmæti þess. 1 þessu lieyrist rödd
realistans Indriða. Þess kennir
líka í orðum Brynhildar, þar sem
hún er að öfunda karlmennina af
frelsinu til að læra, til að sig'la
o. s. frv. “Ef við siglum, ” bætir
hún við, “erum við sendar eins og
koffort til einlivers manns eða
konu utanlands.” En þótt anð-
heyrt sé hér að Indriði talar máli