Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 50
32
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
Og sumarið 1933 var þjóðleik-
liúsið fullbúið — að utan. Þar
stóð það, á slæmum stað að vísu,
en þó einkennilega íslenzkt í snið-
unum, ólíkt öllum öðrum leikhús-
um um víða veröld. Kreppan svarf
svo að ríkissjóði, að hann ákvað að
gleypa skemtanaskattinn, og gerir
það enn í dag. Svo að enn bíður
þjóðleikliúsið innviðanna, — hve
lengi veit enginn.
1 ‘ ‘ Endurminningum um Jón
Sigurðsson”*) segir Indriði að
lokum: <(Og raunalegt er til þess
að vita, að maðurinn sem hafði
talað sögu landsins, lifað sögu
landsins, og skapað sögu lands-
ins, skyldi ekki endast til að skrifa
*)Skírnir 1911, 85:290-301.
sögu landsins.”
Hitt væri ekki síður raunalegt,
ef Indriði, sem hefir skrifað flest,
ef ekki bezt, leikrit landsins, unnið
manna mest að því að skapa leik-
list landsins, og átt gildastan þátt í
því að byggja leikhús landsins,
skyldi nú ekki endast til að sjá
letta leikhús vígt með sínum eigin
leik, leiknum af börnum og barna-
börnum.
Það kostar engan neitt að óska
hálfníræðu skáldinu langs lífs.
Hitt væri drengilega gert ef land-
ar hans létu svo ríflega af mörkum
til þjóðleikhússins að djarfasti
draumur skáldsins mætti rætast
áður en tjaldið fellur fyrir síðasta
þættinum í æfi lians.
Ættbróður heilsað
eftir Próf. Richard Beck
Flutt á fyrirlestrar-samkomu Ásgeirs fræðslumálastjóra Ásgeirssonar
að Mountain, N. D. 9. nóv. 1935
fræðin, er svefni hrinda, eggja, aga;
ylurinn kulnar seint í þeirra glóðum.
Velkominn heiman! Heill þú snúir
heim!
Heilsaðu kærst frá sögulandsins
börnum,
átthögum fögrum, vinum, landi, lýð.
Hafið er djúpt og langt um lagar-
geim:
létt er þó hug, sem vængja-fráum
örnum,
djúpið að hrúa, faðma fjörð og hlíð.
Velkominn yfir haf af heima-slóðum!
Frá hjartakærum, björtum drauma-
ströndum,
með tignum fjöllum, fjarða vina-
höndum,
með frjórra sagna auð og gull í
ljóðum.
Þar geymdist aldir langar öðrum
þjóðum
ættstofnsins dýpsta speki, líf og
saga;—