Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 51
George P. Marsh — Brautryðjandi íslenzkra
frœða í Veáturheimi
Eftir prófessor Richard lieclc.
E(igi all-fáir merkir andans menn
í Bandaríkjum tóku þegar á fyrri
hluta 19. aldar, að gefa sig við
Norðurlandamálum og bókment-
um, einkum fornaldarsögu Norð-
urlandabúa og íslenzkum fornbók-
mentum. 1 þeim lióp voru öndveg-
isskáldið Henry W. Longfellow
(1807 - 1882), sagnfræðingurinn
Greorge Bancroft (1800-1891), og
sér í lagi fjölfræðingurinn og at-
liafnamaðurinn George P. Marsh.
Ýmislegt studdi að vaknandi og
vaxandi áhuga þeirra, og annara
lærdómsmanna og rithöfunda þar-
lendis, á norrænum fræðum og ís-
lenzkum. Rómantíska bókmenta-
stefnan, sem beindi liugum manna
að liinu forna, fjarlæga og' óvenju-
lega, lá þá í loftinu í hinum ensku-
mælandi heimi beggja megin At-
lantshafs. Áhrifin af auknum
kjmnum enskra fræðimanna og'
skálda af íslenzkum fornritum
náði einnig vestur um haf. (Smbr.
ritgerð mína “Islenzk fornrit og
enskar bókmentir” í síðasta ár-
gangi þessa tímarits).
Ekki mun það þó sízt hafa verið
hin öfluga og víðtæka starfsemi
C. C. Rafns háskólakennara, út-
gáfur Hins konunglega norræna
Fornfræða-félags, undir liand-
leiðslu hans, af fornritum vorum,
sem dró athygli amerískra lær-
dómsmanna og skálda að þeim;
sérstaklega liið mikla safnrit “An-
tiquitates Americanæ,” 1837, er
liann gaf út með aðstoð þeirra
Sveinbjarnar Egilssonar og Finns
Magnússonar, og liafði inni að
halda frásagnir liinna fornu rita
um Vínlandsferðirnar, á frammál-
inu og í dönskum og latneskum
þýðingum, ásamt inngangsritgerð
á ensku. Vakti rit þetta geysi-
mikla athygli víðsvegar um lönd,
ekki sízt í Vesturheimi, eins og
vænta mátti. Jafnframt ber að
geta þess, að framannefndir fræði-
menn amerískir stóðu allir í bréfa-
skiftum við Rafn, Marsh árum
saman, sem frekar mun getið
verða, og hvatti Rafn liann ó-
trauðlega til íslenzkra og' norrænna
fræði iðkana.
Aldrei hefir þó þessa brautryðj-
anda fræða vorra vestan hafs ver-
ið getið á íslenzku, svo teljandi sé;
er það samt meir en maklegt, og
ræktarsemi, sem frjósöm er til
sjálfsvirðingar, að varðveita nöfn
slíkra manna frá gleymsku; nóg
fer engu að síður í g'latkistuna, á
þessum tímum almenns mótlætis,
um ætt og erfðir.
I.
George Perkins Marsh var Ný-
Englendingur (N ew-Englander)
að ætt og uppruna, fæddur í bæn-
um Woodstock í Vermont-ríki, 15.