Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 53
George P. Marsh
35
mouth College 1816. Stundaði
liann námið með frábærri kost-
gæfni og lagði stund á margt utan
skyldunámsgreinanna, e i n k u m
tungumál, svo sem frönsltu, þýzku,
spænsku, portúgölsku og ítölsku;
nam hann mál þessi af sjálfsdáð-
um, því að þau voru eigi á kenslu-
skrá skólans. Til eru einnig frá-
sagnir um það, að hann hafi um
svipaÖ leyti byrjað, að leggja
stund á NorÖurlandamál, sem urðu
honum liið hugþekkasta viðfangs-
efni. Áhugi hans á tungumálum, og
sjaldgæfur hæfileiki hans til slíks
náms, kjom því eftirminnilega á
daginn á mentaskólaárum hans; er.
mikið orð er gert á því, hversu létt
honum hafi verið um, að tala og
rita erlendar tungur jafnskjótt og
hann var orðinn vel læs á þær.
Marsh lauk mentaskólanámi
sínu með heiÖri 1820. Þótti hanu
afbragÖ skólabræðra sinna að á-
stundun og námshæfileikum, og er
það þeim mun frásagnarverðara,
þegar í minni er borið, að þá var
mannval mikið á skólanum, að
vitni gagnkunnugra. Einnig átti
Marsh, þó bókormur væri og frem-
ur fáskiftinn, vinsældum að fagna
á skólaárunum. Hann var gæddur
þeirri skapfestu og höfÖingslund,
sem vekja hljóta virÖingu og að-
dáun heilskygnra manna og sann-
leikselskra.
Var Marsh nú um skeið kennari,
en kenslustarfið var honum lítt að
skapi, og sneri liann sér þá að
laganámi hjá föður sínum. Var
honum veitt málafærsluleyfi 1825
og hóf því næst lögfræðisstörf í
Burlington, höfuðborg Vermont-
ríkis; en jafnframt lögmenskunni
liélt hann áfram bókmentaiðju
sinni og bókasöfnun. Á þessum
árum las hann einnig Norður-
landamálin af kappi, og bar sú
viðleitni hans ávöxt í merkilegum
ritstörfum, sem síðar mun lýst
verða. Auðugt menningar- og at-
liafnalíf í Burlington átti ágætlega
við Marsli og undi hann þar því
vel hag sínum, enda varð hann
brátt mikilsmetinn bæði sem lög-
fræðingur og lærdómsmaður.
En þessi ár voru honum hvoru-
tveggja í senn signrvinninga- og
sorga-tímabil. 1 apríl 1828 kvænt-
ist hann Harriet Buell, mentaðri
og' mætri lconu af góðum ættum, en
ekki fékk liann lengi að njóta
hennar; hún andaðist í ágúst 1833,
og fáum dögum síÖar varð hann
að sjá á bak eldra syni þeirra. Var
honum ástavinamissir þessi hið
mesta áfall, sem myrkvaði lífs-
gleði lians og dró drjúgum úr at-
hafnasemi hans um langt skeið.
Sex árum síðar kvæntist hann á ný,
merkis- og’ gáfukonunni Caroline
Crane, sem lifði hann og gaf út
æfisögu hans og bréf, er sá maður
var fallinn frá, sem tekið hafði
það hlutverk að sér.
Vegur Marsh sem lögfræðings,
athafna- og' fræðimanns fór stöð-
ugt vaxlandi eftir því sem árin
liðu. Em ekki verða hér talin nema
hin lielztu trúnaðarstörf, sem hou-
um voru falin í þágu ríkis- og
landsstjórnar, og sýna hvert traust
menn báru til hans. Árið 1835 út-
nefndi ríkisstjórinn í Vermont
hann í stjórnarráð ríkisins (The
Supreme Council of the State). í
tvö kjörtímabil (1843-49) var hann
einnig þjóðþingsmaður (Congress-