Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 54
36
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
man) Vermont-ríkis; þótti hann
atkvæðamaður í þeim sessi, rök-
fastur og fylginn sér í málaflutn-
ingi, og lét sig skifta ýms þau stór-
mál, sem þá voru efst á baugi, eins
og þrælaliald og stríðið við Mexico.
En liann snerist ákveðið gegn báð-
um, og var það í fullu samræmi
við sannleiksást hans, frelsisást og
samúð með þeim, sem minni mátt-
ar voru eða órétti beittir. Það kom
einnig fram í þingmannsstörfum
lians, að liann var fræðimaður eigi
síður en stjómmálamaður. Var
hann djarfmæltur formælandi
þeirra mála, er honum virtust
horfa til aukinnar þjóðmenningar,
og í þeim efnum langsýnni mörg-
um samþingmanna sinna.
Árið 1849 skipaði Taylor Banda-
ríkja-forseti Marsh sendilierra
þeirra í Tyrklandi með aðsetur í
M i k 1 a g a r ð i (Constantinople).
Valdist þar liæfur maður í vanda-
samt embætti, enda skipaði hann
rúm sitt með sæmd og þjóð sinni
til mikilla nytja. Kom honum nú að
góðu haldi fjölþætt tungumála-
kunnátta og víðtæk lagaþekking;
en þó leið ekki á löngu áður en
hann fór að leggja stund á tyrkn-
esku, arabisku og persnesku. Af
afrekum hans á þessum árum, má
sérstaklega geta þess, að sumarið
1852 sendi Bandaríkjastjórn hann
til Aþenuborgar til þess, að rann-
saka deilumál, sem risið hafði milli
amerísks trúboða þar í borg og'
grískra stjórnarvalda. Eftir um-
fangsmikla og nákvæma rannsókn
komst Marsh að þeirri niðurstöðu,
að trúboðinn hefði ofsóttur verið
að ósekju og ólögum beittur; hélt
hann einbeittlega fram rétti haus,
með þeim árangri, að farsællega
réðist úr málum lians. Óx Marsh
mjög- af málaflutningi þessum, er
vitnaði bæði um lærdóm hans,
festu og gjörhygli. Ýms fleiri
vandamál komu til lians kasta
austur þar, af hálfu landsstjórnar
hans, og leysti hann þau af liendi
með rög'g og réttsýni.
Stjórnarskifti urðu í Bandaríkj-
um árið 1853. Þrátt fyrir ágæta
frammistöðu hans, var þá lokið
sendiherrastarfi Marsh að sinni,
og livarf hann heim til ættjarðar-
innar. Helgaði hann næstu ár að
miklu leyti fræði-iðkunum, ritstörf-
um og' fyrirlestrahöldum, en vann
jafnframt á því tímabili ýms opin-
ber .störf í þarfir Vermont-ríkis,
t. d. var hann um tíma umsjónar-
maður jámbrauta. Átti hann og
við þröngan fjárhag' að stríða á
þessum árum.
Árið 1861 skipaði Lincoln forseti
Marsh fyrsta sendiherra Banda-
ríkjanna á Italíu, sem þá var ný-
orðin konungsríki, og gegndi hann
því embætti til dauðadags, eða í
samfleytt 21 ár. ísaut hann mikill-
ar virðingar og- hylli bæði stjórn-
arvalda og alþýðu á Italíu fyrir
drengilegan og röggsamlegan em-
bættisrekstur sinn og samúð með
málefnum hins unga konungsríkis.
Einnig jók hann fræðimannsfrægð
sína með margvíslegum ritstörf-
um, bókum, ritdómum og ritgerð-
um í alfræðibókum.
Marsh andaðist 23. júlí 1882 í
sumarbústað sínum að Vallom-
brosa, nálægt Florence; og var
grafinn, með honum sæmandi við-
liöfn, í kirkjugarði Mótmælenda
(prótestanta) í Rómaborg.