Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 55
George P. Marsh
37
Hafði liann auðsjáanlega, þó hcv
liafi verið farið mjög fljótt yfir
sögu, verið fæðingarríki sínu og’
ættjörðu hinn ágætasti sonur, og
harla mikilvirkur. Fyllri og' sann-
ari verður þó myndin af lífsstarfi
lians, og sjálfum honum, þegar
vikið er nokkrum fleiri orðum að
margþættum ritstörfum hans.
Hann ritaði um náttúrufræði,
heimspeki, þjóðmegunarfræði,
fornfræði, málfræði og bókmentir.
Auk þess hafði hann ýmsa merki-
lega söfnunarstarfsemi með hönd-
um. Áhugaefni hans voru því með
fágætum víðtæk og fjölhæfni lians
að sama skapi. Bnginn var hann
þó gutlari í fræðimensku sinni;
samvizkusemi og djúpstæður lær-
dómur einkendu hana. Er það ó-
rækur vottur um álit hans sem
fræðimanns, að fjöldi vísindafé-
laga í Vesturlieimi og’ Norðurálfu
kusu hann heiðursfélaga. Ýmsir
amerískir háskólar gerðu liann
einnig’ að lieiðursdoktor sínum í
viðurkenningarskyni fyrir fræði-
mensku hans og’ opinber störf.
Rita hans og ritgerða um Norð-
urlandamál og bókmentir verður
getið í sérstökum kafla. Engu ó-
merkilegri, nema hvað síður sé,
voru ritgerðir hans og bækur um
málfræði enskrar tungu. Hann
var einn af fyrstu starfsmönnum,
sem unnu að samningu Oxford-
orðabókarinnar miklu. (Smbr. for-
mála fyrsta bindis). Fyrirlestrar
hans um enska tungu og sögu
hennar, sem fluttir voru við Col-
umbia University í New York og’
Lowell Institute í Boston, og síðar
voru gefnir út í bókarformi,
“Lectures on the English Langu-
age” (1860) og “Origin and IIis-
tory of the English Language”
(1862), voru ágætis fræðirit á sinni
tíð. Mikið verk var einnig hin
aukna og’ endurskoðaða útgáfa
lians af riti H. Wedgewood um
enska orðmyndunarfræði, “ A Dic-
tionary of English Etymology”
(1862).
Rit Marsh um jarðeðlisfræði,
bygð á víðtækum athugunum á
lögum um Norður, Austur og'
Vesturálfu, voru einnig hin merki-
legustu, rituð af skarpskygni ug
afburða þekkingu, enda höfðu þau
áhrif bæði vestan Atlantshafs og
austan.*)
Af fyrirlestrum Marsli, sem
jafnan voru vel í letur færðir,
þrungnir fróðleiks og’ umliugsun-
arefnis, má sérstaklega nefna
“The Goths in New England,”
sem ástæða er til að ræða nánar
síðar, og “ITuman Knowledge”
(1847), þar sem hann rökræðir,
með djúpskygni, þekkingarleit
manna og’ markmið hennar. Segir
hann þar á einum stað: “Sá, sem
leitar þekkingar með það fyrir
augum, að liefja sig yfir náunga
sinn, eða til þess, að gera sér lif-
andi verur eða dauða hluti undir-
gefna í hagsmunaskyni, finnur
hana aldrei. ” Eftirtektarverð eru
*)Smbr. framannefnt bindi af “Dictionary
of American Biography,” bls. 298. Um nátt-
úrufræðileg rit Marsh sjá einkum: Bennett
H. Nash and Francis P. Nash: “Notice of
George Perkins Marsh,” Proceedings of the
American Academy of Arts and Sciences,
Vol. XVIII, Cambridge, 1883; einnig W. M.
Davis: “Biographical Memoir of G. P. Marsh,
1801-82,” National Academy of Sciences,
Biographical Memoirs, Vol. 6, 1909, Wash-
ington, D.C. Um ritstörf Marsh I heild sinni
vísast til “Bibliography of George P. Marsh,”
compiled by H. L. Koopman, Burlington,
1892.