Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 67
Nokkur orð um Tunglöld og Pakta, og fleira
Eftir Svein Árnason.
Framan við flest Almanök má
sjá gyllinital, sunnudagsbókstaf,
pakta og nokkur fleiri orð, svo sem
sólaröld, tunglöld, skattöld (Eom-
an Indiction), o. s. frv., sem öll eru
að einhverju leyti bendluð við
tímatalið. Nú þótt Almanök séu,
að jafnaði, full af ýmislegum fróð-
leik, þá minnist eg ekki að hafa séð
þessi heiti, sem eru þó svo náskyld
tímatalinu, lítskýrð í nokkru Al-
manaki. Með því að þorri almenn-
ings mun, nú orðið, næsta ófróður
um merkingu þeirra, flestra, þá
hefir mér komið til hugar, að birta
hér stutta lýsingu og frásögn um
það efni, ásamt nokkrum einföld-
um reikningsformálum, sem nota
má til þess, að finna með gyllinital,
pakta, o. s. frv., bæði í liðinni og
komandi tíð.
Tímatal Forn-Grikhja.
Flestar fornþjóðir, sem vér liöf-
um sögur af, miðuðu tímatal sitt
við tunglið. Það var í alla staði
mjög eðlilegt; menn liöfðust þá
meira við úti undir berum himni
en nú gerist; og það gat naumast
hjá því farið, að tung'lið, þessi
stóri, lýsandi hnöttur á næturliimn-
inum, vekti aðdáun og undrun.
Breytingarnar á því voru líka svo
áberandi: það eyddist og livarf,
kom svo aftur í augsýn, eins og
nýtt tungl, stækkaði smám saman,
unz það hafði náð sinni fullu stærð
aftur. Og’ þessi umskifti voru svo
reglubundin, að aldrei skeikaði svo
mikið sem einum degi.
Það er mjög líklegt, að fyrst
framan af hafi fornmenn talið 30
nátta tungl. En mjög snemma á
öldum hafa þeir þó lilotið að sjá,
að það var heldur mildð og fundið
að 29f4 dagur myndi vera nærri
lagi. Sólon hinn spaki (639 til 559
f. Kr.), löggjafi Aþenumanna,
skifti árinu í 12 mánuði (tungl-
mánuði); voru 29 dagar í öðrum
hvorum mánuði en 30 dagar í hin-
um mánuðunum sex, eða alls í ár-
inu 354 dagar. Þetta ár var því
114/4 dögum styttra en sólarár.
Munurinn var svo mikill, að það
hlaut fljótt að vekja eftirtekt. Var
þá tekið upp á því, að skjóta inn
30 daga mánuði annaðlivort ár.
En það bætti lítið úr skák, því það
var 73/2 degi of mikið, eða 3% degi
til jafnaðar hvert ár. En þá kom
Cleóstratus frá Tenedo.s Grikkjum
til bjargar; hann gaf ])að ráð, að
sleppa aukamánuðinum 8. livert ár.
Þetta fyrirkomulag virtist að
koma á fullkomnu samræmi milli
tungls- og sólarára, því að, 354x8
+30x3=36544x8=2922. En nú
uppgötvuðu Grikkir, að tungimán-
uðir þeirra, með 2944 dag hver, til
jafnaðar, voru dálítið of stuttir;
reiknaðist þeim, að það munaði
144 degi á 8 árum, eða lieilum 30
daga mánuði á 160 árum. Þegar
hér var komið gáfust þeir alger-
lega upp við að fastsetja frekari
tímatalsleiðréttingu, en kom nú