Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Qupperneq 69
Nolckur orð um tunglöld og pakta, og fleira
51
G — /■3:+1 \ , þar sem G merkir gyllini-
\ 19 )a
talið, X ártalið eg a afganginn. T. d.: Hvað
er gyllinitalið 1935?
Formáiinn segir,
. „ / 1935 + 1 v -17
ír, G = (------ )
V 19/o
Hvað verður gyilinitalið 1956?
G_ / 1956 + 1 \ =0, það er að segja,
V 19 / O
það gengur ekkert af; gyllinitalið verður
því 19 árið 1956. Hvað verður gyllinitalið
árið 4356? G = Y4356±lN) =6- sem verð-
\ 19 / o
ur gyllinitalið ár 4 356.
Palctar og Nýi Stíll.
Eins og kunnugt er, leiðrétti
Gregórírts páfi XIII. júlíanska
tímatalið 1582. Boðaði liann tvo
sérfróða menn í þeirri grein á sinn
funcl; hét annar þeirra Clavíus en
hinn Lilíus, hálærður stjörnnfræð-
ingur og læknir frá Neapel á Italíu.
Er Lilíus að mestu leyti höfundur
hins nýja tímatals, sem Gregóríus
innleiddi það ár (1582). En liann
dó áður en verkinu var lokið, svo
Clavíus lauk við það einn og reit
síðan einkar nákvæma og fróðlega
skýrslu yfir gerðir þeirra félaga.
Er sú syrpa 800 blaðsíður í arkar-
broti og var gefin út á prenti 1603.
Eftir miklar bollaleggingar og
heilabrot komst Lilíus loks að
þeirri niðurstöðu, að bezt væri að
hætta alveg við tunglöld og gyllini-
tal. Gvllinitalið var bygt á því, að
235 tungl væru í 19 árum, og 365(4
dagar í árinu. Framfarir í stærð-
fræði og' stjörnufræði höfðu nú
leitt í ljós, að hvorugt var rétt.
Þetta átti nú að leiðrétta. Og ekki
nóg með það: það átti ennfremur
að sleppa 10 dögum úr árinu 1582,
vegna þess, að júlíanska árið var
dálítið of langt. Skekkjan, talin
frá Nikeu kirkjuþinginu, er var
liáð 325 (e. Kr.), var nú orðin 10
dagar. Lilíus hugði, að breyting-
ar þær, sem þyrfti að gera á gýll-
initali og öllum tunglreikningi sök-
um þessara leiðréttinga, myndi
valda mikilla óþæginda og truflun-
ar, og því bezt að hætta við gyll-
initalið. í þess stað fann hann upp
nýja aðferð að finna tunglkomur.
Kallaði hann það Epactis (paktar,
lagningartala). Paktar er viss tala
fyrir livert ár tunglaldar, sem sýn-
ir hve gamalt tunglið er á áramót-
um. T. d. 1935, eru paktar 25; það
merkir að tungl er 25 nátta þegar
árið byrjar, 1. janúar. Nýtt tungl
hlýtur þá að koma 6. janúar, og
svo aftur 5. febrúar (30 dögum
síðar), og þar næst 6. marz (29
dögum síðar), o. s. frv. Tunglárið
er 11 dögum styttra en sólarárið,
eins og áður er sagt; færist því
tunglkveikingin 11 daga aftur á
bak á hverju ári. Með öðrum orð-
um: Tunglið er 11 dögum eldra 1.
janúar þessa árs en það var 1. jan-
úar í fyrra. 1933 voru jiaktar 3,
1934 voru þeir 3+11=14, og 1935
eru þeir 14+11=25. 1936 verða
paktar 25+11:— 30=6, o. s. frv.
Ef engin leiðrétting hefði verið
gerð, hvorki á júlíanska tímatal-
inu né tunglöldinni, þá liefðu pakt-
ar líka lialdið áfram óbreyttir frá
því sem þeir voru frá 1582 til 1699.
En nú minka paktar um einn fyrir
hvern lilaupársdag, sem feldur er
úr á aldamótum. Það má kalla sól-
arársleiði'éttingu. Og svo er tungl-
aldarleiðrétting; hún er fólgin í
því, að einum er bætt við paktana
á hverjum 300 árum. Þessi aukn-
ing varð fyrst árið 1800, og verð-
ur svo 2100, 2400, 2700, o. s. frv.