Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 74
56
Tímarit Þjóðrœkuisfélags Islendinga
prélátar mótmælenda kirkjunnar
tókn sig til og sömdu rímtöflur,
bókrím og fingrarím og létu tungl
koma um tveimur dögum fyr en
paktarnir gera ráð fyrir. Tungl-
fyllingunni munu þeir þó eigi liafa
raskað; svo nú varð tunglið fult
lijá þeim á 16. degi, eða þegar það
var fullra 15 nátta gamalt. En
þótt þeir ömuðust við tímataLs-
reikningi og rímreglum hinna
katólsku, svo sem “Fingrarím”
Jóns biskups Árnasonar*) ber
ljóisan vott um, þá létu þeir þó
páskana í friði. Þessi færsla á
tunglkomunni tvo daga aftur á bak
var ekki mikil leiðrétting, eða rétt-
ara sagt, of mikil leiðrétting, því
það kviknar, oftar en hitt, alt að
því einum degi síðar.
Set eg hér, til gamans, töflu-
korn, sem sýnir tunglkomu sam-
kvæmt pöktum og Fingrarími Jóns
biskups Árnasonar í marz-mánuði
á sérhverju ári tunglaldar, 1881 til
1899, en í síðasta dálki til hægri
handar er hin rétta tunglkoma á
Islandi fyrir sömu ár. Eétta tungl-
komu kalla eg þá, sem Álmanökin
greina, en upp í þau er liún tekin
úr stjarnfræðistöflum, sem sýna,
með öðru fleira, hvar tunglið er á
braut sinni umhverfis jörðu á
hverjum klukkutíma dag hvern, alt
árið í kring. Töflur þessar eru
gefnar út að tilhlutun hinna ýmsu
stjómarvalda, oftast tveimur ár-
um eða meira “fyrir tímann. ”
SAMANBURÐARTAFLA
Yfir tunglkomu í marz 1881-1899, ákveðin með þremur mismunandi
aðferðum.
Gyllinital Paktar bt c e 3 8 C >2 ^ x 3 B £ » Nýtt tungl samkv. Fingra- rími J. Á. Rétt tunglkoma í Reykjavík á íslandi
1881 1 30 1. marz 28. feb. 28. feb. 10:05 f.m.
1881 1 30 31. “ 29. marz 29. marz 9:05 e.m.
1882 2 11 20. “ 18. “ 19. “ 10:49 f.m.
1883 3 22 9. “ 7. “ 9. “ 3:04 f.m.
1884 4 3 28. “ 26. “ 27. “ 4:20 f.m.
1885 5 14 17. “ 15. “ 16. “ 4:09 e.m.
1886 6 25 6. “ 4. “ 5 “ 8:37 e.m.
1887 7 6 25. “ 23. “ 24. “ 2:42 e.m.
1888 8 17 14. “ 12. “ 12. “ 2:53 e.m.
1889 9 28 3. “ 1. “ 1. “ 8:33 e.m.
1890 10 9 22. “ 20. “ 20. “ 7:33 e.m.
1891 11 20 11. “ 9. “ 10. “ 10:23 f.m.
1892 12 1 30. “ 28. “ 28. “ 11:50 f.m.
1893 13 12 19. “ 17. “ 18. “ 3:06 f.m.
1894 14 23 8. “ 6. “ 7. “ 12:51 e.m.
1895 15 4 27. “ 25. “ 26. “ 8:57 f.m.
1896 16 15 16. “ 14. “ 14. “ 9:20 f.m.
1897 17 26 5. “ 3. “ 3. “ 10:28 f.m.
1898 18 7 24. “ 22. “ 22. “ 7:09 f.m.
1899 19 18 13. “ 11. “ 11. “ 6:25 f.m.
*)J. Árnason: Fingrarím, Kmh. 1739.