Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 89
Rödcl hrópandans
71
vel hann var að sér og víða lieima.
Hann sagði mér m-eira um músík,
skáldskap, bókmentir, leikhús og
söfn en heilinn á mér var fær um
að taka á móti. Þegar svo lá á lion-
um las hann upp ljóð, sagði mér
heila leiki og löng skáldverk og
sýndi mér um víða veröld bók-
menta og lista. Hann vakti mig
með þessu til áhuga og lífs, hvatti
mig til að vitkast og þroskast,
kynna mér og njóta einlivers af
þeim arfi, sem meistararnir hafa
eftirlátið kvnslóðunum. — Farðu
og glímdu við þá, drengur minn —
sagði hann — það eykur kraftana
að glíma við drottinn. —
Þeim ráðum r-eyndi eg að fylgja
eftir mætti. Þegar vinnu lauk á
brautinni um haustið hélt eg aust-
ur á bóginn — suður í Bandaríki,
og ílendist þar. Lengst af dvaldi
eg í New York. Þar, og víðar
syðra, gáfust mér tækifæri til að
kynnast þeim heimi, sem vinur
minn hafði sagt mér frá. Eg las
alt s-em eg kom í lóg, sótti söng-
hallir, leikhús og söfn, og fann
aftur, þó einkum í músík, lífsgleði
og þrótt, 'enda aflaði eg mér þar þó
töluveðrar þekkingar.
1 mörg ár sá eg hvorki né heyrði
nokkurn Islending, en oft komu
þ-eir mér í hug. Eg hugsaði lieim,
en þó oftar vestur á sléttuna. Og
eg fann, að einhvern tíma mundi
löngunin, til að ganga þar aftur
um fornar slóðir, fá yfirhöndina.
Eitt sinn, sem oftar, var eg'
staddur í myndasafni og rak mig
þar á mynd eftir Anders Zorn.
Myndin var af söngvara með gígju.
Þarna var söngþrá og skáldhneigð
norræna manna snildarlega sýnd í
hverri línu. Og eg stóð lengi og
athugaði myndina. Skáldið ljóm-
aði af svip og úr augum, og rödd-
in var mikil og fögur. Elg heyrði
tónana — eg lieyrði Heimi slá
hörpuna, til að sefa grát og vernda
hið unga líf. — Eg heyrði söngva
seið Gunnars, þegar hann stakk
dauðanum svefnþorn á efstu
stundu með hörpuspilinu, meðan
að hann sló síðasta sönginn, kvaddi
minningu Brynhildar og harmsögu
ættar sinnar. Og eg heyrði ótal
raddir, er urðu fyrir eyrum mér
sem ein samstilt heild sterkra
hljóma, og' þar var þó ein röddin
skýrust, sú rödd hrópandans, er til
okkar kallar úr okkar eigin söngv-
um og sögum og' öldum saman hef-
ir talið í okkur orku, vit og mann-
lund. — Eg heyrði tónana og
kannaðist við lagið hjá söngvar-
anum--------Sterk löngun brann
mér í sál og sinni, að lieyra aftur
mína eigin tungu talaða. og dvelja
með því fólki, sem eg tillieyrði. Sú
löngun kom að vísu ekki alt í einu,
lieldur liafði hún verið að smá
magnast um lengri tíma. Skömmu
síðar tók eg mig svo upp og’ flutti
liingað v-estur til Winnipeg a-ftur.
Líf Islendinga hér hafði tekið
margs konar framförum. Nú var
])eim það fyllilega ljóst að með
eigin frammistöðu yrðu þeir að
halda skildi fyrir þjóðerni sínu.
------En vitaskuld komust ekki
allir heilir hildi frá úr þeirri or-
ustu, er háð var við lítilsvirðingu,
andlega kúgun og vantraust á sínu
eigin manngildi.------En illu heilli
hafa Islendingar hingað flutt —
eða finst þér þar of djúpt tekið í