Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 97
Upphaf borgarálegs hjónabands á Islandi
79
ugur kostur. Skaut hann því mál-
inu til ráðherrans, með bréfi 5.
maí 1875 og spurði hvernig að ætti
að fara til þess að stjórnarskráin
yrði ekki brotin á Magnúsi.
En ráðherrann var ekki færari
um það en landshöfðinginn, að
skera úr ]iessu vandræðamáli.
Magnús liafði komið óþægilega við
kaun löggjafarinnar: Hann hafði,
óafvitandi, fundið “gat á Stjórn-
arskránni” sem búast mátti við að
oftar en í þetta skifti gæti orðið
að tjóni og trafala: Borgaraleg
réttindi manna gátu þegar minst
varði týnst út um þetta “gat.” '
Ráðherra (Nellemann) lagðist
nú djúpt til að leita uppi liag-
kvæmt ráð til að útfylla ólukku
gatið. Eina ráðið, er hann fann,
var að fela konungi málið til úr-
lausnar; hann einn gat bætt “gat-
ið.”
Einn góðan veðurdag um haust-
ið gengur ráðherrann á konungs-
fund og biður hann allra mildileg-
ast að veita sér viðtal. Konungur
tók því vel. Segir ráðherra hon-
um alla málavöxtu og biður hann
að hafa einhver ráð til þess að
bjarga réttindum þessa manns,
lieiðri Stjórnarskrárinnar og firra
löggjöf og landsstjórn ámæli, og
það þyrfti meira að segja að ganga
svo frá þessu, að slíkt gæti ekki
komið fyrir aftur.
Konungur kvaðst skyldi atliuga
málið til morguns og bað ráðherr-
ann að koma þá aftur.
Daginn eftir, er ráðherrann kom
á konungsfund, kvaðst konungur
hafa fundið ráðið, sem dygði til
þess að bjarga réttindum Magnús-
ar og allra þeirra er síðar meir
kynnu að komast í slíka klípu.
“Það er ekkert annað,” sagði
konungur, “en að láta sýslumann-
inn gifta, í hvert sinn, sem annað-
hvort hjónaefnanna eða bæði, eru
annarar trúar en Lútherstrúar! ”
# # *
Þarf svo ekki að orðlengja þetta
frekar, því 25. október 1875 gaf
konungur út úrskurð, er fyrirskip-
aði á þá leið er nú var .sagt. Setti
svo ráðherrann nafn sitt undir úr-
skurðinn, ásamt konungi, mjög
glaður yfir því, að nú var hvoru-
tveggja borgið, Magnúsi og Stjórn-
arskránni!—
Ráðherra sendi nú landshöfð-
ingja konungs-úrsknrðinn með
bréfi 30. október 1875, og lagði
fyrir hann að búa til nákvæma
fyrirsögn um það, hvernig gifting-
unni skyldi hagað og senda sýslu-
manni hvorttveggja, konungs-úr-
skurðinn og fyrirsögnina og jafn-
framt fyrirskipa sýslumanni að
gifta þau Magnús og Þuríði.
Ráðherrabréfið kom ekki til
Reykjavíkur fyr en um miðjan
nóvember og veitti nú landshöfð-
ingjanum ekki af því sem eftir var
mánaðarins til að útbúa giftingar-
fyrirsögnina og varð það fyrst 6.
desember að hann var tilbúinn með
þetta og ritaði sýslumanninum bréf
það, er ráðherrann hafði boðið
lionum. Því bréfi fylgdi konungs-
úrskurðurinn og giftingarfvrir-
sögnin, ásamt skipun til sýslu-
mannsins um að gifta þau Magnús
og Þuríði hið allra fyrsta!
Vegna þess, að enn voru engar
gufuskipaferðir milli Reykjavíkur
og Vestmannaeyja, komst bréfið