Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 100
82
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
framfæri Eyrarbakka hrepps,
enda var hann þá (1897) farinn að
njóta sveitarstyrks og eyða síð-
nstu æfidögum sínum í kör í Ós-
eyrarnesi. Naut hann þar góðrar
aðhlynriingar og umhirðu. Þjón-
ustur hans þar urðu honum kærar
og kvað hann til þeirra vísur þess-
ar:
Til Halldóru:
“Ihin yngri Dóra er ágæt drós;
um það tala vel eg þori,
hún brosir eins og rauðleit rós
í röðulskini’ á fögru vori.”
Um Ágústu:
“Föðurlandsins fagurt yndi,
falleg mær á ísastorð,
sansa-stilt í lífsins lyndi,
lagt sem væri gull á borð,
og því velti á ýmsar hliðar—
iðilnetta baugalín —■
Vonin mín er öll til yðar,
ástkærasta Gústa mín ! ’ ’
Þuríður varð eftir í Útgörðum
þá er Magnús var fluttur þaðan
veikur (1906); hún dó veturinn
1909-1910. Voru þá allar reitur
þeirra seldar á uppboði og ])a r á
meðal — án efa — kistan, þar sem
giftingarvottorð þeirra hjóna var
geymt í, en það var fyrsta frumrit
hj ónavígslrtxv'.o ttorðs sýslumanns
hér á landi, um hið fyrsta borgara-
legt hjónaband er stofnað var og'
sem svo erfitt hafði reynst að fá,
sem að framan er lýst.
Þau Magnús Kristjánsson og
kona hans, Þuriður Sigurðardóttir
eru því sögulega merkilegar per-
sónur, að því leyti, að þau gáfu til-
efni til þess, að sýslumönnum og
bæjarfógetum var falið að gifta
sértrúarpersónur og margar aðrar
síðar.—
Að Þuríði látinni lét Magnús
þess getið við vin sinn, að það
liefði fremur glatt sig en lirygt, er
hann frétti lát hennar: Ilann sag'ð-
ist samgleðjast lienni að nú væri
hún frelsuð. Nú væri það sín eina
von að frelsast líka. Jesús hefði
oftar en einu sinni birzt sér í
draumi og lofað að gefa sér Þuríði
unga og fagra í öðrum heimi. Sýn-
ir þetta trúaralvöru og' einnig hitt,
að trúarsælan er ekki undir því
komin hver trúarbrögðin eru, lield-
ur undir því hvernig trúarlífinu er
lifað. — Magnús dó 22. ágúst 1910.
Magnús Kristjánsson var lágur
maður vexti, rjóðleitur í andliti,
stuttnefjaður, með vangafyllum
nokkrum, skeggjaður á vöngum og
vörum. Iiann var jafnan glaður og
viðræðugóður, fróður vel um ýmsa
hluti, en einknm þá er að smíðum
lutu, enda var hann renni-smiður
góður á tré, járn og kopar. Hann
var vandaður maður til orðs og
æðis, greindarlegur á svip og góð-
mannlegur, skýr í orðum og skjót-
ur til andsvara. Bera þess vott
ýms spaugsyrði og skrítlur þær er
eg' á í fórum mínum eftir hann.
Þuríður Sigurðardóttir var með-
al kvenmaður að vexti og liefir á-
reiðanlega verið fríð sýnum á
yngri árum. Eg var á 14. ári, 1879,
er eg' sá hana fyrsta sinni, aldraða
nokkuð, lirukkótta í andliti og
harðlega á svip, en sá harðneskju-
svipur hvarf með öllu, er maður
fór að tala við hana, einkum ef tal-
ið barst að því að hjálpa einliverj-