Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 106
88
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
i
sem hann stóð við steðjann, og
spnrði liann, hvort ekki væri þar
íslenzkur maður, sem héti Ár-
mann.
“Hvað viltu honum! ” sagði
þessi vöxtulegi maður mjög góð-
látlega eftir að hafa virt mig fyrir
.sér um nokkur augnablik. Og eg
tók eftir því, að hann var ljóshærð-
ur, með blá augu, nokkuð togin
leitur, og sérlega góðlegur á svip.
“Eg er íslenzkur,” sagði eg,
‘ ‘ og mig langar til að tala við hann
nokkur orð.”
‘ ‘ Einmitt það ! ’ ’ sagði liann.
“Og hvað heitir þú?”
Eg sagði honum nafn mitt, og að
eg væri vikadrengur hjá herra Os-
wald, sem ætti heima um liálfa
mílu fyrir norðan bæinn, en að
foreldrar mínir væri í nýlendunni
á Mooselands-hálsum.
“Eg er maðurinn, sem þú ert að
leita að,” sagði hann á íslenzku
og brosti.
“Heitir þú Ármann?” sagði eg
og' horfði á hann stórum augum.
“ Já, eg heiti Ármann. Eg er Is-
lendingur. Og eg er f rændi þinn. ’ ’
Og hann klappaði á kollinn á mér
um leið og hann sagði síðustu orð-
in.
“Ertu þá .skyldur pabba mín-
um?” spurði eg. “Eða ertu kann-
ske skyldur mömmu minni?”
“Eg er skyldur þeim báðum.
Og þess vegna er eg áreiðanlega
frændi þinn. En um hvað vildirðu
tala við mig ? ’ ’ Ö^' Ármann leit
um öxl sér til smiðju-aflsins um
leið og' hann sagði þetta.
“Mig langar bara til að tala við
þig á íslenzku um eitthvað — bara
um eitthvað — af því að þú ert ís-
lendingur,” sagði eg hikandi.
“En nú er eg mjög vant við
kominn, eins og þú sérð,” sagði
hann blíðlega. “Gætir þú eltki
fundið mig liérna á sunnudag'inn
eftir liádegið ? Eða ef til vill þætti
þér betra, að eg kæmi til þín?”
“Já, það vildi eg lielzt,” sagði
eg. “En ratar þú þangað sem eg
á heima?”
“Já, Oswalds-liúsið er þarna
fyrir norðan liólinn. Eg skal
koma á sunnudaginn eftir hádeg-
ið.”
“Þá ætla eg að fara,” sagði eg.
“Vertu sæll!”
“Guð veri með þér, frændi!”
sagði hann brosandi og brá upp
liendinni. “Guð veri ávalt með
þér!”
Eg geklc svo yfir í búðina, þar
sem herra Oswald var að taka út
te og sykur, og' fór með honum
lieim. 0g eg fann að mér var ögn
léttara innan brjósts, af því, að eg
hafði fundið íslending, sem líka
var frændi minn.
Næsta sunnudag, skömmu eftir
hádegið, kom Ármann til þess að
finna mig, eins og hann hafði lof-
að. Oswalds-lijónin tóku honum
mætavel. Hann talaði við þau
nokkra stund, og eg heyrði að hann
talaði furðu-góða ensku. Hann
var þokkalega til fara og hafði
rakað sig um morguninn. Hann
var nú að sjá unglegri en þegar eg
sá hann í smiðjunni, og mér sýnd-
ist hann nú enn meiri vexti en þá.
Hann liefir vafalaust verið full
sex fet á hæð, og’ hann var vel lim-
aður, þykkur undir hönd, en ofur-
lítið slap-axlaður. — þegar hann