Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 109
Ármann frændi
91
aði á herðarnar á mér. “Þú get-
ur, hvenær sem þú vilt, látið í-
myndanina sýna þér inn í sjálfa
Alfheima — heimkynni ljósálfanna
góðu, þú getur látið liana fara með
þig inn á fögur og sólrík og víð-
áttu-mikil undralönd í hugarheimi
þínum, þar getur þú reist þér
kostulegar borgir og glæsilega
töfra-kastala, getur kallað fram
stóra skara af fríðu og elskulegu
huldufólki, og jafnvel mensku fólki
líka — lieila herskara af köppum
og kóngssonum, sem þú hefir unun
af að vera með. Þar ræður þú
lögum og lofum, ert þar ávalt. ein-
valdur lierra — mildur og ástsæll
og hamingjusamur konungur. —
LTm þetta fagra kóngsríki þitt ætt-
ir þú að yrkja langt söguljóð. Og
byrjaðu nú strax í dag. ”
Eg þagði.
Og litlu síðar stóðum við upp og
gengum heim að húsinu. 0g þeg-
ar Ármann kvaddi mig, sagði liann
brosandi:
“Komdu til mín á sunnudaginn.
Eg' verð í stóra skálanum, sem er
rétt fyrir sunnan smiðjuna. Eg
ætla að sýna þér nokkuð. ’ ’
Kæsta sunnudag', nokkru fyrir
liádegið, fór eg inn í Dartmouth-
bæinn og' gekk rakleitt að skálan-
um, sem var sunnan við smiðju
Allans Arohiballd. Þar sat Ár-
mann á bekk fyrir utan dyrnar og
ias í lítilli bók, sem liann lét í vasa
sirin um leið og eg heilsaði honum.
“Ertu byrjaður á kvæðinu?”
spurði hann, þegar eg var seztur á
bekkinn lijá lionum.
Eg svaraði engu, en tók lítið
blað úr vasa mínum og rétti hon-
um. Og eg fann að eg roðnaði í
framan. Á blaðinu voru þrjár vís-
ur (ef vísur skyldi kalla), sem eg
hafði verið að lmoða saman í heila
viku.
Ármann las vísurnar aftur og
aftur, og mér virtist hann lesa þær
með mikilli eftirtekt og' ánægju,
því að liann brosti með köflum og
klóraði sér ofurlítið bak við evrað.
“Þetta er dágóð byrjun,” sagði
hann glaðlega að lokum. “Haltu
áfram með kvæðið og' láttu það
verða langt. Og þú ættir að kalla
það: Ljósálfaljóð. — En þú verð-
ur að raða liöfuðstöfum og stuðl-
um með mikilli gætni.” Og liann
gaf mér nokkrar góðar og ítarleg-
ar leiðbeiningar því viðvíkjandi.
‘ ‘ Eg held, að eg geti aldrei bætt
neinu við þessar vísur, ” sagði eg;
‘ ‘ því að mér gengur svo illa að láta
hendingarnar standa í hljóðstöf-
um, og eins á eg svo bágt með að
láta þær ríma saman. Mig vantar
alt af réttu orðin.”
“Það lagast alt með tímanum,
smátt og smátt, ef þú lætur ekki
hugfallast,” sagði Ármann. “En
það er um þig eins og' um Egil
Skallagrímsson, þegar hann var að
byrja að yrkja kvæðið “Höfuð-
lausn.” Ilann gat ekki ort meðan
uglan sat við gluggann fyrir utan,
því að liún vældi bæði hátt og ámát-
lega, þangað til að Arinbjörn rak
liana burtu og settist sjálfur við
gluggann. — Á glugganum hjá þér
er líka stór og úfin ugla, sem alt af
er að fipa fyrir þér og gefur þér
enga ró, og sú ngla heitir Heimþrá.
Xú liefi eg einsett mér að vera þér
Arinbjörn og reka þessa ótætis-
uglu í burtu, og eg held að mér tak-
ist það. — En komdu nú inn í skál-