Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 119
Risar og skessur fyrrum og nú
101
lítilsvirði lijá liungrinu og hor-
kvillunum, sem stöfuðu fyrrum af
því að bæði var matarskortur yfir-
leitt og f jörefnaskortur að auki.
Með þeirri vitneskju, sem við nú
höfum um áhrif vitamin- og lior-
món-efna á vöxt manna og dýra,
er ekki fyrir að synja, að það
verði einhverntíma, áður en varir,
unt að f'lýta vextinum og framleiða
risavaxna menn og dýr eftir vild,
ekki einungis með kynbótum, upp
á gamla vísu, heldur einnig með
þeim nýju vísindanna ráðum, að
framleiða nóg af hormón-efnum
úr kirtlum ýmsra dýra og ýmist
fóðra menn og skepnur með þeim,
eða spýta þeim inn í blóð þeirra
eftir ákveðnum reglum. Það væri
áhættulítið að byrja á alidýrunum.
Sjá til hvað liægt væri að fá tröll-
aukið kyn svína, uxa og asna, hve
naut og sauðir gætu orðið vænir
til frálags, eða hve jötunvaxnar
kýr gætu selt mikla mjólk hús-
bændum sínum o. s. frv.
Nú kann einhver að “hlæja í
hjarta sínu,” eins og Sara foi’ð-
um, út af þessum furðufréttum.
En hvað skeður ekki margt stór-
furðulegt á vorri framfaranna
öld? 0g bíðum við. Það þarf ekki
langt að fara. Hvað kunna ekki
býflugurnar og livítu maurarnir í
.Afríku?
Drotningin hjá býflugum og
termitum er upprunalega eins og
óbreyttu vinnuflugurnar, óþekkj-
anleg frá þeim að stærð og útliti
og geld eins og þær; en fyrir það
að henni er gefið annað og betra
fæði að borða, vex hún og dafnar
svo, að hún verður miklu stærri
vexti og tígulegri og kynþroskuð
verður hún og’ fær um að eignast
afkvæmi í þúsundatali.
Þarna kunna, með öðrum orðum,
bæði býflugur og termitar vísinda-
legar aðferðir, sem við mennirnir
eigum eftir að læra af þeim. En
oss órar þó fyrir, hvernig í öllu
liggur, síðan við lærðum að þekkja
vitamin-efnin og töfrakraft þeirra.
En — eftir á að hyggja. Ekki er
alt fengið með stærðinni. Síður
en svo. Ofvöxtur gjörir alla lata
og heimska. Þess vegna líklega
bezt, að við íslendingar stækkum
ekki meira.
Matthías hundrað ára
Dvínar ljós dagsins
Dvínar Ijós sólar.
Dvína Ijós stjarna.
Dvínar ljós mána.
En ljós ljóða þinna
lifir með ítum,
ungum og öldnum,
þó aldir hverfi.
Fyrnast stórvirki.
Falla í gleymsku
afrek unnin
um alda raðir.
Geymast stórvirki
strengja þinna,
—afreks óðsnild,—
þó aldir hverfi.
Páll S. Pálsson.