Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 123
Frumbygð og fortíð
105
Vestur-lslendingar eiga auðuga
starfstíð fvrir höndum, sé þeim ant
um að láta höndur standa fram úr
ermum og “duga eða drepast.”
Landnámssaga þeirra í heild er
enn órituð og það umfangsmikla
verk hlýtur að gerast í nálægri
framtíð, eigi úr því að verða og
saga sú að ritast á íslenzku. Sá er
þetta ritar hreyfði því einu sinni í
blaðagrein, að lieildarsaga Vestur-
Islendinga væri rituð og tileinkuð
minningu Dufferins lávarðar, væri
“minnisvarði” er þeir reistu þeim
merka manni. Tillaga sú hefir
eigi hlotið almennar undirtektir að
þessu. En framkvæmdir í þá átt
mega til að eiga sér stað á meðan
ritfærra manna á íslenzku nýtur
við. T. d. hinna alkunnu fræði-
manna, séra Röngvaldar Péturs-
sonar, Halldórs Hermannssonar
og dr. Richard Beck. Þegar þeir
menn eða þeirra líkar, ef nokkrir
éru, falla frá, er liætt við að heild-
arsaga Vestur-lslendinga verði
aldrei rituð á íslenzku.
Við ritun þeirrar lieildarsögu, er
saga frumbygðarinnar orðin að
fortið. Sú fortíðarsaga á að birta
sannar og réttar lýsingar á lífi
frumbyggjanna og landsháttum í
“bygð” hverri. Ættartölur eru
sjálfsagðar, en úr öllu má ofmikið
gera. “Landnáma” og “Islend-
ingabók” eru orðlagðar fyrir ætt-
artölur og mannlýsingar. En bæk-
ur þær fást minna við lýsingar á
þáverandi lífshögum manna eða
landsháttum. Sagt er t. d., að Is-
land hafi verið skógi vaxið, en vér
fáum þó í rauninni sára lítið að
vita um þann skóg. Lítið um ná-
kvæmar lýsingar á landinu sjálfu,
híbýlum þáverandi, “búnaðará-
höldum eða búpeningi, ” er flutt
var frá Noregi. Eigi er hér verið að
lasta þær fornbækur, því þær eru
með marki snildar eins langt og
þær ná. Hér er aðeins lögð áherzla
á það, að landnámssaga Vestur-ls-
lendinga sé eins yfirgripsmikil lýs-
ing á landnámi þeirra og kostur
er á.
Sannskáld Vestur - íslendinga
hafa lýst því landnámi í ljóðum
sínum. Stephan G. Stephansson í
Alberta, Guttormui- J. Guttorms-
son í Nýja íslandi, J. Magnús
Bjarnason er kenna má við
“Mooselands hálsa,” Kristján N.
Júlíus í Norður Dakota, o. fl.
Skáldmæringar þeir liafa málað
þær myndir frumbygðarinnar er
lengi lifa. Þeim “söngfuglum sum-
ars hins fyrra” ber að tileinka
sérstakan þátt í landnámssögunni,
])egar hún er rituð.
Ein ógleymanleg endurminning
höfundar þessara lína, er tengd við
“söngrödd” St. G. Stephanssonar.
— Eg var rúmlega sex vetra þeg-
ar fósturforeldrar mínir fluttu fi'á
Bandaríkjunum til Canada. Iiópur
af Norður Dakota fslendingum er
þá að leggja af stað áleiðis til
norðvesturlands Canada, sem nú
er nefnt Alberta fylki. Var Ste-
phan fjallaskáld ásamt fjölskyldu
sinni í þeim hóp. Við landamærin
í Gretna stíga þessir Islendingar
um borð á lest, sem á að flytja þá
vestur og norður á bóginn; fátækir
í framandi landi eru þeir að flytja
búferlum mörg hundruð mílur út í
endalaust óbygðaflæmi. Edgi var
þeim frumherjum þó ógleði í huga,