Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 124

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 124
106 Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga því að eftir að upp í lestina var stígið, gall upp söngur mikill í öðr- um enda lestarvagnsins! Eg man eftir því að nærstödd kona stundi þá upp: “Guð hjálpi mér, þeir eru farnir að syngja!” Og eg' man þá sérstaklega eftir hinni miklu bassa- rödd Stephans og að eg sá hann standa álengdar, broshýran og bjartan yfirlitum. Og oft finst mér að hann hafi verið syngjandi alt af síðan. II. Lengi var jörð vor talin að vera flöt, því vitringar fyrri tíðar gátu eig'i gert sér grein fyrir hnatt- mvndun hennar. Snorri Sturluson virðist þó skoða jörðina kringlu- myndaða, er hann nefnir veraldar- íögu sína “Ileimskringlu.” Hvað kom honum til að velja það nafn? Var það að eins óljós undirvitund eða bygði hann það á einhverri þekkingu þeirrar tíðar, sem nú er gleymd og grafin ? Leifur Eiríksson trúboði verður til þess að leiða hið rétta í ljós — við tilviljun. Hann finnur “hinn helming” hnattar vors, þó líklega væri hann þess eigi meðvitandi sjálfur. Sagan varpar engu ljósi á það atriði. Nærri fimm aldir líða og’ við Ameríkufund Kólumbusar er mannheimur kominn lengra á- leiðis í átt þekkingar og þroska. Úr því er flatneskjan horfin af jörð- inni og hnattmyndun hennar ber- sýnileg beram augum. Ef sá á fé, er fyrst finnur, þá hefðu Islendingar átt að eiga Ame- ríku, úr því þeir fundu hana fyrstir manna. Óliamingju íslands varð það að vopni, að landnám Þor- finns Karlsefnis gat eigi orðið varanlegt og úr því er landeignar- réttur Islendinga “úr sögunni.” Óþektur sagnaliöfundur á ís- landi færir þetta í letur, annars hefði umheimurinn ekkert vitað um landfund Leifs eða landnám Þorfinns. Höfundi þeim verður aldrei fullþakkað það verk, þó gröf hans sé g'levmd lifir minning hans á “meðan aldir renna.” En það er landfundur Kolum- busar er heillar liinn eldra heim og togar þjóðir til dugs og dáða. Hann finnur Ameríku þann 12. október, árið 1492, og' nemur land í nafni Spánarríkis. Lagalega ætti það að tryggja eingarrétt Spánar, sé fram hjá landfundi Leifs geng- ið. En út í þá sálma er eigi farið, því aðrar þjóðir koma til sögunnar er eig'i láta “að sér liæða.” Frakk- ar og Englendingar spyrja eigi að því, hverir hafi land fyrst fundið, lieldur hverir hafi mesta krafta í köglum og standi bezt að vígi til landnáms. Eins og áður er að vik- ið gerast Englendingar að lokum hlutskarpastir á svæðum Norður- Ameríku. — Enginn má halda að hér sé verið að atyrða Englend- inga, eða amast við landkönnun þeirra og landnámi. Ilér er aðeins verið að benda á sanna og rétta frumdrætti sögunnar. Ilinn nýi heimur hlaut að kann- ast og byggjast. Engin ein þjóð var nægilega mannmörg' til þess að leggja undir sig Ameríku í lieild og byggja frá hafi til hafs. Rétti- lega hefðu þjóðir hins eldra heims átt þegar í byrjun að skifta hinu nýja landi undir hin ýmsu ríki, við sátt og' samhug'! En við þeirri full- komnun var eigi að búast frá hálfu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.