Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 131
Landnema minnisvarðinn á Gimli
113
og Almanaks Ólafs S. Thorgeirs-
sonar 1899 og 1926.
2. Eintak af blaðinu Framfari,
dagsett að Lundi 30. ágúst 1878.
3. Tímarit Þjóðræknisfélagsins,
16. árgangur 1935.
4. Heimskringla 31. júlí 1935.
5. Lögberg 1. ágúst 1935.
6. Sameiningin, 50 ára Minn-
ingarrit 1935.
7. Heimir, 9. árg., 3. blað, 1913.
8. Breiðablik, 2. árg. 3. lúað,
1907.
9. Almanak Ó. S. Thorgeirsson-
ar 1935.
10. Ardís, 1. árg., 1. blað, 1933.
11. Frevja, 8. árg., 5. blað, 1905.
12. Arbók Jóns Bjarnasonar
skóla, 1934-1935.
13. Stutt saga minnisvarðamáls-
ins.
14. Fimtíu ára minningarrit
lúterska kirkjufélagsins á ensku,
1935.
Fór þá fram sjálf liornsteins-
lagningin og var bún gjörð af frú
Láru B. Sigurðsson, er var Fjall-
kona Islendingadagsins. Að síð-
ustu var sungið “Fóstur landsins
Freyja” af öllum, er viðstaddir
voru.
Þann 21. október er verkinu svo
lokið að hægt var að láta fram fara
afhjúpunarathöfnina. Var það
sunnudagur, og var líkastur því,
eftir eldri manna sögn, sem þá var
er landnemar komu að Gimli 1875,
—kuldi og blindhríð. Þó sótti at-
böfnina bátt á íimta bundrað
manns. Vegna veðurs fói' skemti-
skráin fram í lútersku kirkjunni,
sem stendur rétt á móti minnis-
varðanum. Athöfninni stýrði Dr.
August Blöndal. Var fólk lioðið
velkomið af bæjarstjóra, C. W.
Paulson. Var þá sunginn sálmur-
inn: “Drottinn minn Guð, þú ert
bjarg' mitt og borg. ” Flutti þá séra
Rúnólfur Marteinsson bæn. Las
forseti þá bréf frá gestum, er ekki
Landnema minnisvarðinn.
gátu komið vegna veðurs eða ann-
ara orsaka. Talaði J. T. Tliorson,
sambandsþingmaður, þá nokkur
orð. Sungu þá söng'flokkar beggja
safnaðanna á Gimli þjóðsönginn
“Ó Guð vors lands,” en því næst
flutti J. J. Bíldfell stutt erindi um
landnám íslendinga í Ameríku og
þýðingu þess. Fór þá fram sjálf
afhjúpunar-athöfnin úti og var
hún framkvæmd af frú Steinunni
Sommerville, dóttur Jónasar og
Steinunnar Stefánsson, er voru
í upphaflega landnemahópnum
1875. Að endingu var sunginn
sálmurinn “Faðir andanna.” Var
þá öllum gestum boðið af bæjar-
stjórninni á Gimli til máltíðar í
samkomuhúsi sambandssafnaðar.
Tvær hljómsveitir skemtu gestum
meðan setið var undir borðum, og
fór alt rausnarlega fram.
Eftir er að gjöra upp flötinn í
kringum minnisvarðann, og vonast