Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 146
128
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
þroskamanninn, þá er það jafnvíst, að blðð-
ið er þykkra en vatn og- sifjaböndin sterkari
en slúður, svo það er ljóst fyrir mér, að
það er eitthvað annað og meira, sem erfið-
leikunum veldur.
Vér íslendingar, eins og máske fleiri,
höfum gjört alt of mikið úr, eða lagt alt of
mikla áherzlu á þetta hugsunarleysi æsku-
lýðsins, því eg held að sú aðstaða hinna
eldri stafi meira frá því, að æskulýðurinn
hugsar ekki eins og við hinir eldri, heldur
en hugsunarleysi. Hafið þið, tilheyrendur
gððir, nokkurn tíma sett yður í spor æsku-
mannsins, eða æsku-meyjunnar, sem stend-
ur við dyr athafnalifsins á meðal vor Vest-
ur-íslendinga, til þess búin að taka þátt í
starfslífi voru og starfsmálum. Hafið þið
nojckurntíma, með alvöru, virt fyrir yður
myndina, sem mætir og hefir mætt augum
þeirra? Eg á ekki von á því. En myndln
er þessi: AUstór hópur manna af ættstofni
þeirra, sem búsettur er í stærri og smærri
bygðum viðsvegar um álfuna. Myndarlegt
og vel gefið fólk, með gððu innræti yfirleitt.
En fðlk, sem sjaldan hefir getað komið sér
saman, eða orðið samtaka um nokkurn
skapaðan hlut. Bygðirnar klofna I and-
stæða flokka, sem hver er að skara eld að
sínum hagsmunum, en frá hagsmunum
hinna, unz hið sameiginlega afl þeirra, tii
hvers sem gjöra skal, er að þrotum komið.
pað er min meining að þessi afstaða sé
mörgu af æskufðlkinu íslenzka óaðgengileg
og við þurfum hvert eitt Qg öll I samein-
ingu að gera alt, sem í okkar valdi stendur
til þess að burtnema það alt, sem staðið
getur í veginum fyrir því, að æskulýður-
inn íslenzki geti borið fulla tiltrú til vor
hinna eldri og finni ánægju og uppbygg-
ingu í samvinnu við okkur.
Fyrir meir en þrjátíu árum síðan bað
einn velþektur íslendingur þess, að Vest-
urheimur mætti lyfta Vestur-íslendingum
yfir agg og þrætudýki upp á sólrík háfjöll
kærleikans. pvf miður hef-ir þessi ðsk
ekki ræst, enn sem komið er. En, vinir,
látum oss vona að hún f nálægri framtíð
eigi eftir að gjöra það. pó ekki væri nema
upp í neðstu sólbrekkurnar.
Eg liefi orðið nokkuð fjölorður um þetta
atriði af því mér finst það þýðingar mikið
og snerta beint hjartapunkt málsins, sem
um er að ræða. En nú kem eg aftur að
starfi þjóðræknisnefndarinnar i útbreiðslu-
málinu. Fyrsta verk hennar var að rita
bréf til manna í flestum bygðum Islend-
inga, þar sem engar deildir eru og leitast
fyrir um möguleika, með deildarstofnanir og
þjóðræknislega starfsemi; undirtektirnar
undir þá málaleitan hafa f flestum tilfell-
um verið góðai'. Menn hafa viðurkent
þörfina, en framkvæmdir í því efni hafa þó
ekki enn orðið neinar, en engan veginn von-
laust um þær í nálægri framtíð.
í öðru lagi skal þess getið, að vara-for-
seti félagsins, Dr. Richard Beck ferðaðist
vestur á Kyrrahafsströnd síðastliðið sumar
og flutti mörg erindi þar í bygðum íslend-
inga og á íslendingadagshátið þar vestra
og var hvarvetna gjörður góður rómur að
máli hans og veit eg að þjóðræknismál vort
hefir stórgrætt við ferð hans vestur.
Eins og þið munið, þá átti þjóðræknis-
starf íslendinga i Vesturheimi sextíu ára
afmæii sitt síðastliðið sumar. Gekst pjóð-
ræknisfélagið fyrir þvf, að þess atburðar
var minst með sérstakri ræðu við öll ís-
lendingadagshöld, þar sem því varð við
komið og efast eg ekki um að slíkar ræður
hafi vakið fólk víðsvegar til umhugsunar
um þjóðræknismálið, og hvatt það til sam-
taka og framsóknar þvf til eflingar og varð-
veizlu á menningararfi vorum.
Eins og þið munið þá var fyrsta fslenzka
þjóðhátíðin f þessari álfu haldin f Mil-
waukee f Wisconsin rfkinu 1874 og átti sex-
tíu ára afmæli síðastliðið sumar, eins og
sagt hefir verið. Var það sá merkisviðburð-
ur í sögu Vestur-íslendinga, sem ekki mátti
þegjandi fram hjá ganga og vakti Dr. Rögn-
valdur Pétursson eftirtekt á því með ágætu
erindi, er hann fiutti á þjóðræknisþinginu f
fyrra og varð það erindi til þess, að sam-
bandsfélag vort “Vísir” f Chicago tók málið
upp og gekst fyrir þjóðhátíðarhaldi f horg-
inni Milwaukee til minningar um þessa
fyrstu þjóðhátíð íslendinga hér í álfu og
á félagið “Vfsir” og forgöngumenn þess
þakldr skilið fyrir framtakssemi þá, er þeir
sýndu og atorku, þvf það hafði allmikla
erfiðleika f för með sér. Bærinn Milwaukee
er um 85 mílur norður frá Chicago og þvf
mildu erfiðara um allan undirbúning og
aðsókn, heldur en verið hefði, ef fjarlægðin