Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 150
132
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
bæöi kostnaö og tímatöf í för með sér, réð
nefndin af að setja breytingar þessar í
aukalög eða vísir til aukalaga, sem verð-
ur lagður fram á þinginu. Viðauki þessi
við lögin fer fram á endurnýjaða samþykt
á því að “Robert’s Rules of Order” séu við-
teknar sem gildandi regla er félagið fylgir.
Einnig, ef unt er, að útdráttur um höfuð-
reglur verði gjörður til flýtis og skýringar.
önnur grein fyrirskipar um þingmálanefnd.
priðja atriði, sem um var að ræða, var um
standandi útnefningarnefnd, er leggi til um
kosning allra embættismanna. En það at-
riði þótti ráðlegra að leggja fyrir þing áður
en nokkur bindandi ákvæði væru um það
gjörð.
Samsœti.
prjú kveðjusamsæti hafa verið haldin á
árinu, þeim Jónasi pórðarsyni, Jónasi Jónas-
syni, og Sigurði Skagfield, sem allir hurfu
aftur heim tii íslands, og eitt samfagnað-
arsamsæti í tilefni af þvi að einn af félags-
Ijræðrum vorum var sæmdur heiðursviður-
kenningu af konungi brezka ríkisins, Sveinn
kaupmaður porvaldson í Riverton, sem um
langt skeið hefir verið héraðshöfðingi í
landnámi íslendinga við Winnipegvatn og
getið sér tiitrú og virðingu allra þeirra, er
honum hafa kynst.
Dauösföll.
Við höfum á þessu ári, eins og á þeim
undanförnu, orðið að sjá á bak samverka-
mönnum okkar og félagsbræðrum og syst-
rum út í dauðann. En undan því er ekki
að kvarta,-—það er órjúfanlegt lögmál lífs-
ins, að menn komi og að menn fari. Starfi
þeirra er lokið. Við höfum notið samvinnu
þeirra og minning þeirra hvetur yður og
mig, til einlægari vinnu, harðari framsókn-
ar á móti því, sem rangt er og óréttlátt á
meðan að dagar Qkkar leyfa. peir af félags-
mönnum, sem eg man eftir að látist hafi á
árinu eru:
Sigríður Jónasdóttir Jóhannsson I Winni-
peg; Björg Jónsdóttir Hallson I Winni-
peg; Kristín Borgfjörð I Keewatin, Ont.;
Gísli Árnason, Brown, Man.; Sæmundur
Sigurðsson, Mountain, N.D.,; Gunnlaugur
Johnson, Mountain, N.D.; Sigurjðn Berg-
vinsson, Brown, Man.; Gunnar Lindal,
Mozart, Sask.; Guðmundur Pálsson, Ashern,
Man.; Sigurbjörn Jónsson, Selkirk, Man.;
Ingimar Tryggvason Ingjaldsscm, Winni-
peg.
Vér vottum aðstandendum alls þessa
fólks hluttekning vora og samúð.
Háttvirta þing, eg afhendi yður þessar
hugsanir, og bið yður að nota, ef eitthvað
kynni að vera nýtt I þeim, til eflingar og
vegs sameiginlegri velferð þess, sem vér
dýrast eigum I þjóðararfi vorUm til sam-
eiginlegrar velferðar vor sjálfra I dreifing-
unni I Vesturheimi.
pá flutti skrifari, Bergthor Emil Jahnson,
sina skýrslu, er hér fylgir:
SJcýrsla skrifara.
Herra forseti
og háttvirtu þingmenn:—
Mér skiist að skrifari eigi I skýrslu sinni
að skýra að einhverju leyti frá starfi nefnd-
arinnar á árinu hvað viðvíkur fundarhöld-
um, bréfaskriftum og öðru því, sem líklegt
er að forseti geti ekki um I sínu yfirliti yfir
starf félagsins.
Á árinu hafa 17 nefndarfundir verið
haldnir á eftirfylgjandi stöðum: 1 Jóns
Bjarnasonar skóla 12, á slcrifstofu Vildng
Press 3, og á heimili A. P. Jóhannssonar 2.
Hefir fundarsókn verið góð, sérstaklega þeg-
ar tillit er tekið til þess að oft hefir þurft
að boða fund með stuttum fyrirvara. Eiga
nefndarmenn þakkir skilið fyrir það hve
örlátlega þeir hafa látið I té tíma sinn I
þarfir félagsins, en jafnframt vil eg minna
þingheim á hverja nauðsyn beri til að kjósa
þá menn I nefndina, sem bæði vilja og geta
gefið tíma sinn til nefndarstarfa og eru
reiðubúnir, nema sérstök forföll hamli, að
sækja nefndarfundi og taka þátt I starfinu.
Forseti hefir stýrt öllum fundum og skrif-
ari bókað alla fundargerninga. Hefir skrif-
ari að mestu leyti annast allar bréfaskriftir
nefndarinnar. Hefir hann I sambandi við
starf nefndarinnar og útgáfu ungmenna-
blaðsins “Baldursbrá” skrifað 124 bréf á
árinu. pjóðræknisfélagið hefir staðið fyrir
einni samkomu, einu kveðjusamsæti og einu
heiðurssamsæti á árinu. Var síðastá söng-
samkoma Sigurðar Skagfields undir stjórn
félagsins I tilefni af burtför hans til Evrópu.
Kveðjusamsæti var Jónasi Thordarsyni, fyr-