Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 176
28
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
SANNLEIKUR
Gömlu heimspekingarnir þrættu kröftuglega um spurninguna:
“Hvað er Sannleikur?” Deilur þeirra fylla fjölda stærðar rita á
bókhlöðuhillum nútímans.
Einn þessara fornaldarmanna, er hét Gorgias, að auknefni
Sófisti, lagði fram sínar skýringar, i spurningarformi: “Hvað
er rétt,” sagði hann, “nema það, sem vér sönnum að vera rétt?”
Og þetta er skýringin, sem VÉR fellum oss bezt við.
Gegnum alla EATON’S vöruskrána gjörum vér sannleikann
að markmiði voru, er vér ekki í neinu atriði megum missa sjónar
á. NÁKVÆMNI í lýsingu, er orðin oss að ástríðu. En — og
það er höfuðatriðið — enga lýsingu álítum vér rétta nema þá, sem
vér getum SANNAÐ að vera rétta. Hver lina í vörulýsingunum
er lögð undir dóm Rannsóknarstofu vorrar, er athugar hana með
vísindalegri kaldhyggju áður en hún er hirt í vöruskránni. Og
þessir æfðu sérfræðingar hleypa engu fram hjá sér, nema því sem
þeir vita að er sannanlegt. Sé vafi með eitthvað gjöra þeir tilraun
með það og sanna það, áður en þeir “láta það fara.”
Hver er árangurinn? SANNLEÍKURINN skín út frá hverri
síðu — og hundruðir þúsunda vestan manna og kvenna VITA það
“að það er ÁHÆTTULAUST að kaupa hjá EATON.”
#T. EATON C?,M