Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 11
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
9
þessara jafnaldra, og ekki ólíkt, að
Gunnar kynni að hafa orðið eld-
heitur umbótamaður ef hann hefði
lent á mölinni í Reykjavík eins og
Þórbergur.
En annars er líklega meira sem
skilur eðlisfar þeirra en sameinar.
Gunnar hefir verið skapandi skáld
frá fyrstu tíð og fram úr. Árátta
Þórbergs til skáldstarfa nær mjög
seint tökum á honum, þótt snemma
bryddi á henni. Hann er fyrst og
fremst leitandi spekingur, og það
strax unglingurinn, og er síst gefin
út í hött nafnbótin er sveitungar
hans sæmdu hann strákinn, þegar
hann af eigin rammleik hafði fund-
ið Pythagoreisku setninguna, að
kalla hann Ofvitann.
Þetta er ekki svo að skilja að
Gunnar sé eigi spakur að viti, held-
ur á þann veg, að sannleikur hans
tekur ávalt á sig form skáldsögunn-
ar. Sannleikur skáldsögunnar er það
sem hann stefnir að, — í þeirri von,
að sá sannleikur feli í sér meira og
uiinna af mannlífinu og sannleik
þess. Þekkingarþrá Þórbergs var ó-
bilgjarnari: hún heimtaði abstrakta
sPeki um tilgang lífsins og eðli al-
heims og mannheims. Svör við
spurningum sínum um alheiminn
þóttist Þórbergur — um tíma a. m.
k. — eygja í guðspeki og andatrú
(spíritisma), en í mannfélagsmál-
Um varð hann sannfærður um að
samvinnu- og bræðralags-stefna
sosíalismans væri hin eina rétta leið
ut úr öngþveiti kapítalisma og sam-
keppni, en upptaka alheimsmáls
^in eina rétta út úr tungumála og
þjóðerna vandkvæðunum. En jafn-
skjótt og Þórbergur varð uppljóm-
aður af þessum skilningi á tilver-
unni og mannlífinu, þá hélt hann,
eins og Sókrates, að ekki væri ann-
að en birta mönnum spekina, og
myndu þá allir að sjálfsögðu hegða
breytni sinni þar eftir. En hér varð
hann fyrir verstum vonbrigðum um
vit landa sinna og samhnöttunga.
Og af grafskrift þeirri er hann hef-
ir sjálfur sett sér sést, að hann býst
við að bera beinin á landi forheimsk-
unarinnar. Þetta eru vonbrigði hins
vitra manns.
í raun og veru hefir Gunnar alið
í brjósti sér samskonar von um
framtíðina, en hann hefir ekki eins
og Þórbergur reynt að skipuleggja
veginn inn á það framtíðarland.
Hann lætur sér nægja að álykta, að
þar sem þessi draumur sé flestum
mönnum í brjóst of lagiðr, þá sé
nærri óhugsandi annað en að hann
rætist — á endanum.
Gunnar er heilsteyptara karl-
menni en Þórbergur og meiri jafn-
vægismaður. Báðir hafa lýst því,
þegar lífið hnoðaði þá hvað harð-
ast í greip sinni. Þrjóskan, arfur-
inn frá „afa frá Knerrf', varð þá
eins og harður steinn í brjósti Gunn-
ars, hún reif hann von bráðar upp
úr öngþveitinu. Minnimáttarkend
Þórbergs var sterkari og erfiðari
viðureignar, enda var takmark Þór-
bergs, að verða fullkominn spek-
ingur, síst auðveldara heldur en tak-
mark Gunnars að verða frægur höf-
undur. Barátta skítkokksins í Þór-
bergi við sinn betra mann, speking-
inn og spámanninn, varð löng og
hörð, en skemtilegri en ætla mætti,
því báðir þessir stríðandi manns-
partar Þórbergs virðast frá upphafi
hafa verið gæddir hinni fullkomn-
ustu gáfu til að draga hvorn annan