Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 14
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hærinn á Skriðuklanstri
inn úr baðstofustöfnum þeirra, eða
áin fleytir burt túnskikanum þeirra.
Svo er að sjá sem náttúran sjálf sé
verstur óvinur Brands og heiðarbúa,
því týna þeir smám saman tölunni
uns heiðin legst aftur með öllu í
eyði. Sumir bændurnir setjast upp
hjá Brandi sjálfum og dvelja hjá
honum til dauðadags. Þetta er harm-
saga heiðarinnar.
Þetta virðist vera alveg vonlaus
saga. En svo er þó ekki. Brandur
bóndi á dóttur sem Bergþóra heitir,
í höfuðið á nöfnu sinni á Bergþórs-
hvoli. Hún erfir trúna á torfuna og
ástina á heiðina af föður sínum, og
hún virðist borin til að yrkja land-
ið og skila því í hendur óbornum
kynslóðum.
Söguna um heiðaharminn mun
Gunnar hafa skrifað fyrir stríð, eða
í stríðsbyrjun. Tæplega hefir hann
grunað þá hve mjög þessi harm-
saga myndi færast í auka á stríðs-
árunum, og enn þá síður að hún átti
í rauninni eftir að sannast á hon-
um sjálfum, þegar hann varð að
fara frá Skriðuklaustri.
En þótt Gunnar legði ekki í að
skrifa fleiri skáldsögur á stríðsár-
unum, þá er hitt raunar meiri furða
hve miklu hann annars afkastaði af
öðrum ritstörfum á þessum árum.
Er þá fyrst að telja, að hann hef-
ir fylgt úr hlaði með merkum grein-
um bókum sínum, þeim er útgáfufé-
lagið „Landnáma“ hefir gefið út sem
Rit Gunnars Gunnarssonar síðan
1941. Byrjaði þetta safn á Kirkjunni
á fjallinu er kom út í þrem bindum
í þýðingu Halldórs Kiljans Laxness
á árunum 1941—43. Heita bindin
Skip heiðríkjunnar I. (1941), Nótt
og draumur II. (1942), og Óreyndur
ferðalangur III. (1943), en 1. og 3.
bindi hér svara til 1.—2., 4.—5. bind-
is í frumútgáfunni dönsku. Borgar-
ættin, frumsmíð Gunnars, varð IV.
bindi (1944), Ströndin (í þýðingu
E. H. Kvarans) V. bindi (1945),
Vikivaki og Frá Blindhúsum (í þýð-
ingu H. K. Laxness) VI. bindi
(1948), Jón Arason (í þýðingu höf-