Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 24
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA íslenskum aðli, sem út kom 1938. Það leikur vart á tveim tungum, að Ofvitinn sé frumlegasta sjális- ævisaga, sem rituð hefir verið á ís- lenska tungu, og líklega þótt víðar væri leitað. Frumleikur hennar ligg- ur meðal annars í því, að höfundur hennar gerir hærri sannleikskröfur til frásagnar sinnar, en flestir eða allir aðrir, og það eigi aðeins á hinu ytra borði, heldur líka í því, er tek- ur til hins innra lífs: höfundurinn legst dýpra í sálfræðilegum lýs- ingum og gerir skarpari heimspeki- legar hugleiðingar um tilveru sjálfs sín og umheiminn en menn eiga annars að venjast í íslenskum bók- um. En einmitt vegna kröfu Þór- bergs um sannleik og ítarleik á þess- um innri sviðum, þá neyðist hann til að gefa skáldinu í sér lausastan tauminn, þar sem um slíkt er að ræða, svo að sannleikurinn og skáld- skapurinn haldast hér í hendur. En það, sem af ber og gerir ritið alveg einstakt í sinni röð, er þó húmor höfundarins og hæfileiki hans til að draga bæði sjálfan sig og aðra sund- ur og saman í háði og gríni. Gunnar vildi ekki skrifa ævisögu, því breytti hann nöfnum fyrirmynda sinna og lék sér að þeim eftir vild. Þórbergur vill skrifa sanna sögu, því ganga hér allar söguhetjurnar undir sínum eigin nöfnum. Nákvæmni Þórbergs kemur fram í mörgu. í veðurfarslýsingum má segja að hann standi á herðum bændanna í Suðursveit og skútu- karlanna, sem báðir eiga afkomu sína undir sól og regni. Sá einn er munurinn, að Þórbergur hefir skrif- að veðrið í dagbækur sínar og get- ur vitnað til þeirra til þess að tengja veðrið við örlaga-stundir ævi sinn- ar. Aftur á móti er það óhugsandi, að Þórbergur hafi tímaákvarðanir sínar frá óstundvísri alþýðu; er þetta kannske arfur frá hinni mæl- ingaglöðu æsku hans í Suðursveit, eða vani sem hann lagði sér til árin sem hann skrifaði stjörnutöflur og athugaði gang himintungla út um þakgluggann á Bergshúsi? Til æsku-mælinganna má ef til vill líka rekja hinar hnitmiðuðu lýsing- ar af húsum þeim og herbergjum, sem Þórbergur hefir alið manninn í. Maður fær að heyra um lengd, breidd og hæð herbergjanna, tölu og stærð glugganna, tölu stiga rim- anna og þar fram eftir götum. En þetta ytra borð getur aldrei orðið annað en leiksvið fyrir líf manna og líf höfundarins: svigrúm fyrir hið innra líf hans. Stundum loðir þó lífið með einhverjum dul- arfullum hætti við hlutina og þarf að ráða þá til þess að komast að leyndardómum þeirra. Það kallar Þórbergur að lesa hús og tættur og hlusta eftir nið aldanna. Og hann er meistari í því, að hlusta eftir nið aldanna. Næsta stig nákvæmni Þórbergs kemur fram í mannlýsingum hans. Þær eru svo vel gerðar og með svo miklum veruleikablæ, að manni finst, að þarna séu mennirnir lifandi komnir. Nú mun mörgum ósvinnum í hug koma, að ekki sé mikill vandi að skrifa mannlýsingar eins og Þór- bergur hafi gert þær: svona hafi mennirnir verið, þetta hafi þeir gert og sagt, og hann hafi ekki þurft ann- að en að skrifa þá upp. Slíku hafa íslendingar löngum trúað um Is-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.