Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 31
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
29
Snæfellsk væri — merkustu konu,
sem hann hafi nokkurn tíma þekkt.
Fjarri fer þó því, að sr. Árni hafi
lagt lag sitt eingöngu við helga
menn, stórskáld og spámenn. Þvert
á móti hefir mannblendni hans ver-
ið svo mikil og farið svo lítið í mann-
greinarálit, að manni virðist hann
engum hafa gleymt og engum leyft
undan að ganga þeirra manna, er
hann hafði einu sinni kynst á sinni
löngu lífsleið. En í þeim hóp er
margur kynlegur kvistur, — þótt
ekki sé nema þeir féiagarnir Símon
Dalaskáld og Gvendur dúllari,
frændi sr. Árna og dr. Jóns biskups,
— en líka margur heiðurs- og
dándismaður, svo ekki sé annar
nefndur en skörungurinn Magnús
Andrésson, afi hans.
En í þessum punkti eru þeir sr.
Árni og Þórbergur eins: báðir eru
jafn sólgnir í lífið sjálft í öllum þess
undarlegu myndum. Gvendur dúll-
ari og sr. Árni sjálfur eru báðir séní
af því sauðahúsi, sem Þórbergur var
á þönum eftir, á duggarabandsárum
sínum, svo sem sjá má af íslenskum
aðli.
En — hve mikið á nú Þórbergur í
þessum bókum og hve mikið sr. Árni
sjálfur?
Ég var svo lánsamur að kynnast
sr- Árna lítils háttar, en þó sú kynn-
iug væri stutt, var hún nóg til þess
að sannfæra mig um það, að í þess-
Um bókum er sr. Árni lifandi kom-
inn.
Það kemur að vísu fyrir, að Þór-
bergur bæti við sögu sr. Árna at-
riðum frá eigin brjósti eða eftir
öðrum heimildum (svo t. d. í þátt-
unum af Guðmundi dúliara og
Signýju hinni helgu). En langoftast
þræðir Þórbergur sögur sr. Árna og
stíl — og einmitt í þessum trúnaði
við fyrirmyndina — hér sem í Of-
vitanum — kemur fram meistarinn
hjá Þórbergi. Hver annar en hann
hefði getað skrifað 4—6 binda ævi-
sögu upp eftir öðrum manni, án
þess að blanda sínum stíleinkenn-
um — svo nokkru nemi — saman
við söguna?
☆
Viðbætir (úr bréfi)
Kæri Gísli: — Þegar ég sendi þér
greinina um Þórberg, hafði ég ekki
við hendina nema I.—II. af ævisögu
séra Árna. Nú hef ég fengið eigi
aðeins III.—IV. sem ég hafði séð og
nefni í greininni, heldur líka V. bók-
ina, sem ber titilinn Með eilífðar-
verum og kom út í Rvík 1949. Eins
og nafnið bendir til er þetta bindi
alt um dulræna reynslu séra Árna
sjálfs og þeirra, er hann átti saman
við að sælda eða hafði spurnir af,
einkum á Snæfellsnesi. Er þetta hin
skemtilegasta bók og hin fróðleg-
asta fyrir þá, sem á annað líí trúa,
en líka fyrir þá sem gaman hafa
af þjóðsögum.
St. E.