Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 32
Týnda kynslóðin
Er deyr in unga kynslóð frjáls og fríð,
á fyrstu manndóms tíð,
með orku og æskuglóð —
þinn aldur grát, en syng þeim förnu ljóð.
Því æskan liefir ein þann töfrakraft,
af elli að leysa haft,
að tendra gleymda glóð,
sem gengna tímans falin lá í hlóð.
Er kulna tekur hjartans heita blys
við hinstu nætur ris,
þeir öldnu njóta af
þeim yl, er ljós hins nýrra lífs þeim gaf.
En sjá, þaö hvarf, og autt er eftir skarð,
og urið mannlífs barð;
og hismi eitt og hjóm
sá hlynur, sem að fyr bar lauf og blóm.
Því aldrei dagur aftur rennur þeim —
með ilm og lit og hreim —
sem liggja lágt í svörð }
og litað blóði hafa móður jörð.
Ó, móðir, systir, ástmey, eiginvíf,
með eyddra vona líf,
sem fellið falslaus tár
við freðin höf, við Babýlonar ár,
og öldnu feður — syngið sorgar óð
þeim sæg á heljarslóð,
sem gjafir lífsins galt
með gjöf síns eigin lífs, og misti alt.
Gísli Jónsson