Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 33
Staldrað við veginn
Einu sinni, endur fyrir löngu,
fórum við hjónin á skemtifund, sem
félag íslenskra stúdenta í Winnipeg
hafði á einhverjum stað hér í borg-
inni. í fylgd með okkur var Kristinn
skáld Stefáns-
son og kona
hans. Á þess-
ari samkomu
hafði ungur
íslenskur
náms maður
erindi um
íslenskt skáld
og ljóð hans.
Ekki get ég
nú sagt að ég
muni nokkuð
af því, er er-
indið flutti,
en á heimleið-
inni var það
i'ætt, eins og
gengur. Ég
fflan aðeins
það, að Krist-
inn svaraði
einhver j um
na e ð þessum
orðum: „Trúið mér, við eigum eftir
að heyra eitthvað fleira frá þessum
náunga seinna“.
Síðan eru liðin fleiri ár en ég kæri
ftng um að telja. Tíminn flýgur, seg-
lr algengt máltæki; sem minnir á
fugl. Ætti ég að mála táknmynd af
timanum og kynni að halda á bursta,
myndi ég mála elfi, með breytilegu
landslagi á báða bakka, en hvergi
eygjanlegt til uppsprettu eða óss.
Já, það var nú þá, segjum við
karlarnir.
Vel getur verið, að þessi ungi
maður hafi bráðlega gert ýmislegt
það, sem vakti eftirtekt þeirra er
v e 1 vakandi
voru. En á
þeim árum,
eins og reynd-
ar oftast á
langri æ v i,
var nefið á
mér svo límt
v i ð hverfi-
steininn, a ð
svo margt og
margt fór
framhjá mér.
Seinna var
Þjóðræknisfé-
lagið stofnað,
og ég dreginn
inn í f r a m-
k v æ m d a r-
n e f n d þess.
Þá var þessi
maður full-
orðinn og
önnum kafinn
sveitalæknir. Flestir munu renna
grun í, að ævi þeirra er sjaldan gull
eða grænir skógar. Þeir mega sjaldn-
ast um frjálst höfuð strjúka; þeir
eru oftast á ferð, jafnt um nætur
sem daga, ýmist að leitast við að
lina kvalir hinna hrjáðu og þjáðu,
eða þá að hjálpa einhverjum óvit-
anum inn í veröldina. Er þá hætt
við, að skógarnir myrkvist og gullið
verði eftir í götunni — hætt við, að
Dr. J. I*. Pálsson