Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 36
Frá ýmsum áttum
Smásögur ejtir J. P. Pálsson
VIÐ FJÓRMENNINGAR
Viss tímarit í einum lestrarsal
bókasafnsins, áttu aðalþáttinn í því,
að við kynntumst hver öðrum. Eit-
ir að sitja þar nokkrum sinnum við
lestur, varð okkur ljóst, að við lás-
um sömu tímaritin og fylgdumst
með því, sem vissir rithöfundar
lögðu til þeirra heimsmála, sem
efst voru á dagskrá. Lestrarsalir eru
fremur óhentugir staðir, til að kynn-
ast fólki; því þar skal eilíf þögn
ríkja; og verði manni á að tala upp-
hátt, gerist sá hinn sami skotspónn
óteljandi, stingandi augna. Það var
þegar út kom á götuna, að við sætt-
um lagi að kynnast og hafa tal hver
af öðrum.
Þó Vesturland Ameríku sé víð-
áttumikið, er það ekkert óvanalegt,
að rekast á fólk úr öðru landshorni,
sem maður hafði þekkt fyrir löngu
síðan, en var þó fallið úr minni.
Sú varð raunin á, um tvo þessara
þriggja nýkunningja minna. Þann
þriðja kannaðist ég ekki við. Hafði
hann verið skólastjóri hér í borg-
inni um fjölda mörg ár, en var hætt-
ur því starfi; og eins og við hinir
hafðist ekkert að, nema njóta elli-
áranna í eins mikilli ró og heimur-
inn leyfir.
Hinum tveim kom ég ekki fyrir
mig, fyrr en ég hafði haft tal af
þeim. Annar var gamall farandsali,
og höfðum við, á yngri árum, oft
rekist hvor á annan. Ég áttaði mig
brátt á hver maðurinn var. Minnt-
ist þess, að hann var bókhneigður,
frjálslyndur í skoðunum og vel að
sér um margt. En það mun fágætt
um menn í hans stöðu.
Þriðji maðurinn hafði eitt sinn
verið sjúklingur minn. Hefði ég að
líkindum kannast við hann, ef hann
hefði verið eins óhreinn og luraleg-
ur, eins og þegar ég var fenginn til
að vitja hans. Ekki haíði þó fund-
um okkar borið saman utan í það
eina skifti. En í þorpinu var nafn
hans, eða réttara sagt uppnefni, á
hvers manns vörum. Því þar var
hann jafnfrægur fyrir sögur sínar,
eins og Kristján Geiteyingur, á
smábandsárum íslendinga í Win-
nipeg. Eftir sögusögn hans, haíði
hann flækst um öll höf og heims-
álfur og ratað í óteljandi ævintýri
bæði á sjó og landi. Og þó eng-
inn legði trúnað á sögur hans, höfðu
menn gaman af þeim. Flest ævin-
týrin áttu að hafa gerst hinum meg-
in á hnettinum og var því enginn
kominn til að segja um, hvort þau
væru sönn eða login. Sú eina sönn-
un, sem menn þóttust hafa fyrir
skröksemi hans og ýkjum var sú,
að heil mannsævi hrökk ekki að
hálfu til siglinga hans og afreks-
verka. Viljandi eða óviljandi sagði
hann frá, hversu lengi hann sigldi
með þessum og hinum skipstjóran-
um, eða hafði landvist á milli sigl-