Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 38
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA komi ekki til greina, þó einhverjir lesendur mínir kunni að hafa áður séð eða heyrt sögurnar. LITBRIGÐI Eftir frásögn skólastjórans Snemma á stríðsárunum flutti ung og efnileg Indíánakona, með tvö börn, í lítið hús hér í götunni. Eldra barnið var frísklegur dreng- hnokki á áttunda ári, sem lék sér úti við alla daga, frá morgni til kvölds. Mestan tímann hafðist hann við í garðinum á bak við húsið. Kæmi hann út á götuna, þegar jafn- aldrar hans voru þar að leik, stóð hann þögull og alvarlegur, einn síns liðs. Enginn yrti á hann; en hinir drengirnir gláptu stundum á hann, eins og væri hann eitthvert viðundur. Og hann heyrði þá pískra saman um „Indíánann" eða „kyn- blendinginn“. Annars hefði hann mátt halda, að þeim væri það hulin gáta, hvers konar skepna hann var. Skömmu eftir að Indíána-fjöl- skyldan settist hér að, fann einn ná- granni minn okkur hjónin að máli. Og var erindi hans, að fá okkur til að undirskrifa bænarskrá til bæjar- ráðsins, þess efnis, að mislitu fólki væri ekki hleypt inn í okkar hverfi borgarinnar, og þeim sem þegar hefðu sest hér að væri bygt út, bæru þeir ekki hvítt hörund. Ég kann- aðist við þröngsýni og fordóma þessa nábúa míns, en var heldur vel til hans, og hlífðist við að vekja þrætu milli okkar. Sagðist þurfa að hugsa málið, og skyldi gefa honum svar eftir tvo daga. í millitíð tókum við hjónin okkur til og heimsóttum Indíánana. Konan opnaði hurðina fyrir okk- ur. „Gott kvöld“, sagði hún og var undrun í svip hennar. „Gerið þið svo vel og komið inn“. Sýnilega fannst henni fátt um komu okkar; við vor- um engir aufúsugestir. Ekki gat ég merkt á mæli hennar né framkomu, að hún væri öðruvísi en annað fólk, sem við umgengumst daglega. Og óvart skaut því upp í huga mínum, að væri alt nágrennið blint, mundi bænarskrá granna míns aldrei hafa verið samin. Voru það mistök skap- arans, að hafa gefið okkur bæði sjón og hvítan hörundslit, — Hvort þess- ara gjafa mundi granni minn kjósa sér, ætti hann um tvent að velja? — í fyrstu efaðist ég um, að við fær- um fróðari en við komum. En brátt rættist úr þessu. Konan mín tók strax eftir meybarni, sem svaf í vöggu í dagstofunni. Hún lét í ljós aðdáun sína á barninu og spurði móðurina um aldur þess, vöxt og viðgang. Og þegar tvær mæður bera sig sundur og saman um fyrsta og síðasta áhugamál sitt, er hætt við að annað gleymist, jafnvel mismun- andi hörundslitur. Maðurinn var í hernum, en áður en hann var sendur til Evrópu, höfðu þau verið svo heppin, að festa kaup í þessu nýja heimili þeirra. í það höfðu þau lagt aleigu sína, en vonuðust eftir að geta leigt út tvö herbergi. Það voru svo margir húsviltir á þessum tímum. Svo mundi leigan koma sér vel, upp í afborganir á eigninni. En brátt kom í ljós, að lítil von var um, að leigu- liðar fengjust. — Nei, hún hafði ekki komið sér fyrir með, að aug- lýsa herbergin til leigu. Við spurðum hana hvort þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.