Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 52
Borgarvirki
Eftir séra Valdimar J. Eylands
Á ferð minni um norðursveitir
íslands í fyrrasumar rak mig oft í
rogastans er ég tók eftir þeim miklu
breytingum sem orðið höfðu í ýms-
um efnum í þeim héruðum síðasta
aldarfjórðunginn. Einkum snerta
þessar breytingar bætta lifnaðar-
háttu manna og samgöngutæki.
Vegalengdirnar og vegleysunar,
sem áður töfðu ferðir manna, eru
nú horfnar með öllu. Nú ferðast
menn landshornanna á milli á jafn-
mörgum klukkutímum og dögum
áður, því ílestir virðast eiga bíla,
eða hafa aðgang að þeim. Útlendir
ferðamenn, sem oft tala um ísland
af litlum skilningi, og stundum enn
minni velvild, nefna það ósjaldan
í skopi „bílalandið11; svo mjög finnst
þeim til um fjölda þessara farar-
tækja í samanburði við fólksfjölda.
Þeir gleyma því, að á íslandi eru
engar járnbrautir, og að bílarnir
eru ekki aðeins notaðir til skemti-
ferða, heldur og til allra vöruflutn-
inga innan lands. En ekki er svo að
sjá sem hin bættu lífsskilyrði hafi
orðið til þess að festa fólkið í sveit-
unum. Bílarnir hafa brunað burt úr
bygðum landsins með margan
æskumann og mey, og einnig marga
hinna eldri sem alið höfðu allan ald-
ur sinn við brjóst móðurmoldar.
Margt af þessu fólki hefir ekki átt
afturkvæmt, og hyggur víst ekki til
heimfarar í hina gömlu sveit. Þjóð-
in er óðum að ,,urbaniserast“ eins
og þeir segja sem flíka heimsmál-
unum heima; fjöldinn flykkist í
kvosina milli hæðanna tveggja við
Faxaflóa, þar sem nú stendur hin
virðulega höfuðborg íslands, og er
hún nú fyrir löngu búin að sprengja
af sér allar gjarðir, og þenur sig út
um allir jarðir. Séra Sigurður J.
Norland í Hindisvík harmar þetta í
Aldarhætti sínum 1947, þar sem
hann lýsir kringumstæðunum í
heimasveit sinni, og mun sú lýsing
eiga heima um ýmsar aðrar sveitir:
„Bygðin fríða eyðist óðum,
út til stranda víða standa
býli í eyði inn til hlíða,
og í miðið leggjast niður“.
En presturinn skilur vel ástæðuna
til þessara atburða, er hann segir
síðar í kvæðinu:
„Lengst af tíma lítið gaman
lífgar hljóðar norðurslóðir.
Ei að síður sólmánuður
seiðir menn á vettvang þenna,
þar sem fundu eigi yndi,
er þá flœmdi burt og dœmdi
látlaust strit að litlum notum,
leiði og dofi moldarkofans“.
Annars vegar er það þannig hið
hversdagslega og lýjandi strit sveita-
lífsins, en hins vegar glans og gleði
fjölmennisins, en líklega þó ekki
síður hin skjóta hagsmunavon í