Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 57
Seinasti geirfuglinn
Fyrsta kvöldið í kirkjugarðinum
(páttur úr kvæðaflokki)
Ég kom nú í húminu hingað inn
að heilsa þér nýkomni vinur minn,
við gerum það gjarnast á kvöldin.
Og nú ertu loks orðinn nábúi minn,
ég nágranna skylduna í beinum mér finn.
Þeir báru þig hingað í hægðum sér inn
þeir herrar, sem fara með völdin.
Ég veit að þeim leiðist hér flestum fyrst,
og finst þetta hálfgildings rauna-vist,
— en venjast því vonum bráðar.
Þeim finst að þeir hafi eitthvað mikið mist,
þá minnir að þeir hafi betra gist,
og jafnvel, í einrúmi, unnað og kyst,
— þó ei væri sögur þær skráðar.
En sálms-versin tvö, er þeir sungu í dag,
að sjálfsögðu voru þitt besta lag:
,,Alt eins og blómstrið eina“,
og ,,Nú vel í herrans nafni“, var
það nafn, sem þig óskertann hingað bar.
Sá íslenski sálmur er útdauður þar,
sem örlögin framþróun meina.