Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 58
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í dag áttu hin íslensku útfarar-ljóð
sér útför hér vestra, nú fallin úr móð
þau eru, því engin þau skilur.
En það ætti að gleðja þig, góðvinur minn,
að grafarinn íslenski, er vinur þinn,
og hann gaf þér óskiftan sönginn sinn,
— þann söng, er nú fortíðin hylur.
En nú ertu kominn í hópinn hér,
sem hæðir ’ið lága og smáa, en sér
að framhald er fullkomnun andans.
Og jöfnuður ríkir og réttur hér,
það rífast hér engir, — og því er nú ver.
En menningin íslenska útþurkast hér
við útfiri seinasta landans.
Að gleymdirðu buddunni gerir ei til,
það gera hér engir nein reiknings-skil,
við látum það eftir þeim ungu.
Og hér gengur okkur alt í vil,
því aurarnir sökkva í „Drekkingar-hyl“.
Hér leyfist ei áhætta, ágóða-spil,
hér á enginn „vasana þungu“.
Þeir koma ekki hingað með gróða og gjöld,
sem gerast hér borgarar, hefð og völd
við hliðið vort hverfur þeim sjónum.
Og þetta hefir viðgengist öld eftir öld,
til eilífar nætur hér reist eru tjöld,
þeim finst kannske sunium, að hvílan sé köld
og kroppurinn liggi á prjónum.
\