Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 62
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA gafst oss hans dýrð, og trú á land og þor. Fuglinn, er sumri söng, á vœngjum þöndum, svifinn er heim í lands síns blessað vor. Hljómbrimið þagnar. Hrannir tóna falla, hljóðnaðir söngvar. Ströndin auð og köld. Lognsærinn djúpi geymir eilífð alla ókveðnu lögin bak við heyrnarvöld. Bergmálið eitt um stuðlabergsins stalla, strengleiki þína kveður nýrri öld. Friðarins skuggar faðma daginn langa, fellur á bœn í djúpin kveldsól hljótt; Vögguljóð sofa. Svefnsins liljur anga; Sveinbjörn í móðurskauti hvílir rótt, Lotningin tekur landið alt til fanga, Ijúflingur þess er býður góða nótt. Lengi mun hlýða’ á hjartslátt þinna óma hugfangin þjóð í íslands klettasal. Ásýnd þín heið sem hugsun barnsins Ijóma, hljómur þinn lag, er framtíð sigra skal. Landið þitt geymir lífs þíns helga dóma; lofsöngvar þínir fylla borg og dal“. Þegar ljóðum Þorsteins verður öllum safnað saman og þau gefin út í einni heild, þá mun það viður- kent af flestum að þar sé um býsna auðugan garð að gresja. — Og þeg- ar fegurstu ljóðperlurnar verða valdar úr kvæðum bestu íslensku skáldanna, þá verður þar á meðal kvæði Þ. Þ. Þ. um Sveinbjörn tón- skáld látinn. Þar er um djúpan, hrífandi, háleitan og fagran skáld- skap að ræða. Ég get ekki skilið við þessi orð án þess að minnast á tvent í verk- um Þorsteins, sem ég hefi hvergi heyrt né séð minst á af þeim, sem um hann hafa rætt eða ritað: Sem betur fer er nú svo komið að fullkomin vinátta, samvinna og hlýhugur ríkja á meðal íslendinga austan hafs og vestan. Milli þeirra hafði átt sér stað talsverður sárs- aukakendur misskilningur og skort- ur á bróðurlegum tilfinningum í gamla daga. Sumu eldra fólkinu heima hafði skilist að ævintýra löngun og skortur á ættjarðarást hefði átt mikinn, eða jafnvel mest- an þátt í vesturferðunum, án þess að þeir sem burt fluttu hefðu verið knúðir til þess af erfiðum kringum- stæðum. Þetta misreiknaða dæmi hefir Þorsteinn reiknað svo rétt og skýrt í fyrsta bindi af „Sögu fslend- inga í Vesturheimi“, að nú ríkir þar lítill eða enginn misskilningur leng- ur. Það er viðurkent af öllum nú að harðæri og aðrir óþolandi erfiðleik- ar knúðu fólk af landi burt til þess að bjarga lífi og líðan, en að þetta sama fólk elskaði ekkert minna land sitt og þjóð en hitt, sem heima sat. Fyrir þann þátt, sem Þ. Þ. Þ. átti í því að leiðrétta þennan mis- skilning, á hann skilið þakkir og viðurkenning. Hitt atriðið er í sam- bandi við það merkilega verk, sem hann hefir leyst af hendi með samn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.