Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 63
Þ. Þ. ÞORSTEINSSON, SJÖTUGUR
61
ing bókarinnar „Vestmenn“. Þar
hefir hann skrifað svo stutt, en
greinilegt ágrip af sögu Vestur ís-
lendinga, að tæplega er hægt að
trúa því hversu miklu honum hefir
tekist að þjappa þar saman. Sú bók
verður áreiðanlega eftir því betur
og meira metin, sem lengra líður.
Hún er svo mörgum kostum gædd:
Skrifuð á alþýðlegu máli, eins óhlut-
dræg og laus við allan flokkadrátt,
sem mest má verða, og um fram alt
er hún: friðflytjandi, vináttuskap-
andi og bróðurþelsvekjandi milli
Austmanna og Vestmanna. Bókin
sýnir hvernig samúðarskortur í fyrri
daga var báðum pörtum til sorgar
og sársauka; og hvernig þessi sam-
úðarskortur var svo að segja altaf
og allur af misskilningi sprottinn.
Þessi merkilega bók er prentaðir
fyrirlestrar, sem Þorsteinn flutti í
Ríkisútvarpið á íslandi. Var hlust-
að á þessa fyrirlestra með hinni
mestu athygli og ánægju. Er það
áreiðanlegt að þeir mynduðu sterk-
an streng í þá bræðrabrú sem nú er
í smíðum milli vor hér vestra og
heimaþj óðarinnar.
Ég enda þessar línur með litlu
Ijóði til Þ. Þ. Þorsteinssonar á sjö-
tugs afmæli hans:
í’ú varst ungur þegar söngvar
þínir mátt og líjsvald áttu.
Prjáls þú hefir LÍFI lifað
langan dag í túni Braga.
Fjör og þróttur, þýðir sprettir
~~ þó að árin snjófgi hárin —
UPP og niður, út og suður
ekki dvínar fáki þínum.
Gleymast ekki — þjóðin þakkar —
þýðu Ijóðin mörgu og góðu.
Svœfir harma, hjartað vermir
hugrœn glóð í fögru Ijóði.
Þó að fleytu þinni mœti
þungar hárur sjötíu’ ára.
Þú kant enn að orna mönnum;
eldur skín frá penna þínum.
☆
BÆKUR og RIT
eftir Þ. Þ. Þorsteinsson
Fíflar (Smásögur eftir ýmsa),
Wpg., I. 1914.
Fíflar (Smásögur eftir ýmsa),
Wpg., II., 1919.
Þættir (Ljóð — Ljóða-þættir),
Wpg., 1918.
Heimhugi (Ljóð) Reykjavík, 1921.
Saga (Missirisrit), Wpg., 1925—
1930 (6. árg. — 12 bækur).
Kossar (Sögustíll — riss —), Rvík
1934.
Vestmenn (Útvarpserindi um
landnám Islendinga í Vesturheimi),
Rvík, 1935.
Ævintýrið (frá íslandi til Brasi-
líu), Rvík, 1937 og 8.
Saga íslendinga í Vesturheimi
I. bindi, Rvík, 1940.
S. í. í V. II. bindi, Winnipeg, 1943.
S. í. í V. III. bindi, Winnipeg, 1945.
Björninn úr Bjarmalandi, Wpg.
1945.
— í handritum mun hann eiga
smásögur í tvær bækur og kvæði í
þrjár.