Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Síða 73
SÉRA HALLDÓR EINARJOHNSON
71
12. september 1887. Foreldrar hans
voru Jón Jónsson, sonur Jóns
Sveinssonar, bróður Benedikts ass-
essors Sveinssonar, og Ingunn
Bjarnadóttir systir Símonar Dala-
skálds.
Hann íór heiman frá Islandi
1907 og til móðurbróður síns, Þor-
láks Björnssonar í grend við Hensel,
N. D. Stuttu seinna innritaðist hann
í Valparaiso University í Indiana
ríki og er hann útskrifaðast þaðan, í
Lúterskan prestaskóla í Chicago. Að
náminu þar loknu vígðist hann
prestur til íslenskra safnaða í Leslie
og nærliggjandi bygðum Saskat-
chewan árið 1918, og þjónaði þeim í
fjögur ár. Þaðan fór hann vestur á
strönd og varð prestur lútersku safn-
aðanna í Blaine og Point Roberts.
Nokkrum árum seinna breytti
hann um trúarstefnu og kom til Win-
nipeg árið 1943, á vegum hins sam-
einaða kirkjufélags Islendinga, sam-
ansett af Unitörum og Ný-Guðfræð-
ingum. Hann var umferðarprestur
fyrsta árið og gerðist svo sóknar-
prestur Sambandssafnaðar á Lund-
ar og starfaði þar árin 1945—1948.
A Lundar gerðist hann forvígismað-
Ur ýmsra mála, eins og t. d. sextíu
ara afmælis hátíðar bygðarinnar.
Hann sá um bókaútgáfu í því sam-
bandi. Hann var ritstjóri rits, gefnu
út af hinu sameinaða kirkjufélagi,
kallað „Brautin“, frá byrjun þess
árið 1944. Hann tók líka drjúgan
þátt í starfsemi þjóðræknisdeildar-
innar á Lundar. Séra Halldór var
vel skáldmæltur, eins og hann átti
kyn til, og komu eftir hann nokkur
ljóð í vesturíslensku blöðunum,
Brautinni og víðar.
í júlímánuði, 1949, lagði séra Hall-
dór heim til íslands og dreymdi
engan að lífdagar hans væru þá
orðnir svo fáir. Hann var þríkvænt-
ur, og giftist eftirlifandi ekkju sinni,
Jennie, 13. desember, 1944. Hún
varð eftir hjá dóttur sinni af fyrra
hjónabandi, í Utica, N. Y., og þangað
barst henni óvænta fréttin um frá-
fall hans.
Séra Halldórs verður saknað af
öllum vinum hans bæði hér og
heima á íslandi. Hann var hæfileika-
maður og vel að sér á mörgum svið-
um. Hann var íslendingur góður og
unni öllu sem íslenskt er. Þjóð-
ræknismálin voru meðal áhugamála
hans. Það er bæn allra, sem þektu
hann, að Guð megi blessa hann og
minningu hans, og að Guð megi
leggja verndarhönd sína yfir alla,
sem honum voru nærri.
P. M. Pétursson