Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 97
ÞINGTÍÐINDI
var gerð tilraun til aíS safna börnunum
saman til kenslu nýlega, en þaö varS
ekkert úr því, þótti of áliðiö vetrar.
Fjórir fundir hafa verið haldnir á ár-
inu. MeÖlimatala er 35. Einn merkur með-
limur deildarinnar dó á árinu, Einar Ey-
ford. Var hann ágætur stuðningsmaður
alls, sem íslenskt var.
Deildin gerði ráðstafanir fyrir kornu
frú Elínborgar Lárusdóttur, hins merka
rithöfundar, var öllum óblandin ánægja
að komu hennar.
Á ársfundi voru kosnir f embætti fyrir
1949, stjórnarnefnd: Forseti Ágúst Ey-
jólfsson, varaforseti Torfi Torfason, skrif-
ari Ljótun Sveinson, féhirðir Mrs. Hofteig.
Erindrekar á þjóðræknisþing: Mrs. Svein-
son, (til vara Mrs. Eyjólfsson) og Mrs.
Pálsson.
öskum við svo pjóðræknisfélaginu allr-
ar blessunar og góðs gengis. Finst mér,
að æskilegt væri, að meiri samvinna væri
á mllli deildanna og Þjóðræknisfélagsins,
ef hægt væri að koma því við, mundi það
auka áhuga fyrir málefninu.
L. Sveinson, skrifari
Tillaga Dr. Beck, studd af Jóni Ólasyni,
að þingið veiti skýrslunni móttöku, sam-
þykkt.
Skýrsla deildarinnar „Iðunn“
í Leslie, Sask.
Herra forseti: —
Aðeins örstutt skýrsla frá ,,Iðunni“ í
Lesiie til að láta ykkur vita, að við mun-
um enn eftir þinginu og „þjóðrækninni".
Opinbert starf deildarinnar mjög lítið,
aðeins stuðningur sá, er kvenfélagi í Elfros
hefir verið veittur af deildarinnar hálfu í
Magnúsar Bjarnasonar minnisvarðamál-
Inu.
Mrs. Hornfjörð sendi ykkur skýrslu yfir
hvernig það stendur. Verkinu ekki alveg
iokið enn.
Fjárhagur okkar deildar stendur þann-
'S: Inntektir á áriu að viðlögðum fyrra
Srs sjóði $43.82 útgjöld $13.86; í sjóði um
áramót 29.96.
Okkur þykir leitt, að koma því ekki við,
að senda fulltrúa á þingið, en við lifum
hór allir f sællífi, erum orðnir feitir og
e*gum bágt með að standa í ferðalögum.
^legi Vit og vandvirltni skína skærast
f verkum þingsins. — Með bestu kveðju.
Rósm. Árnason
Tiliaga G. J. Jónasson, studd af J. óla-
*°n að skýrslunni sé veitt mðttaka, sam-
bykt.
95
Skýrsla deildarinnar ,,Brúin“ I Selkirk,
lesin af Trausta ísfeld.
Skýrsla deildarimiar „Brúin“ I Selkirk
Yfirlit yfir gjörðir deildarinnar á liðnu
ári 1948. Starfsfundir 6 að tölu, þar að
auki 2 arðberandi samkomur og 1 út-
breiðslu og skemtifundur, sem var hald-
inn á síðastliðnu vori. Forseti deildarinn-
ar, Einar Magnússon, stjórnaði samkom-
unni. Lýsti hann með vel völdum orðum
starfi deildarinnar og hversu þýðingar-
rnikið það væri að vinna sleitulaust að
framþróun félagsins. Næst kallaði hann
forseta aðalfélagsins, séra Philip M. Pét-
ursson. Hvatti hann fólk til að efla þenn-
an félagsskap og viðhalda íslensku máli,
Það væri áríðandi að viðhalda ættararfi vor
um og verja hann frá glötun. Næst var
séra Eiríkur Brynjólfsson kallaður fram
með ræðu, var það snjalt erindi, sem
hann flutti, dáðist hann að hvað íslend-
ingar töluðu mál sitt hreint og óblandað.
Næst var hin velþekta söngkona frú Rósa
Hermannson Vernon beðin að koma fram,
var hún aðstoðuð af systur sinni, Mrs.
E. ísfeld, og hlaut hún aðdáun hjá öllum
tilhej’rendum, og var hvað eftir annað
kölluð fram, enda var hún fús á að
skemta. Báðar eru þær systur íslending-
um til stór sóma, hvar sem þær koma
fram. óefað er skarð fyrir skildi, er þær
vanta í hópinn. Við ættum sem oftast að
hafa þær þegar um mannfagnað er að
ræða. Næst var kölluð Mrs. H. F. Daniel-
son, lýsti hún starfsemi. íslensku kensl-
unnar, sem hún hefir veitt forstöðu í
bj’gðunt íslendinga, var það langt mál, sem
innibatt viðhald og vaxtarþroska íslenskr-
ar tungu. Næst voru sýndar íslenskar
mj-ndir, sýndar af séra Philip M. Péturs-
sj-ni. Þrátt fyrir marga erfiðleika á leið-
um, hefir þó mál okkar að miklu leyti
lifað fram til þessa tíma og miklar llkur
eru til að Islensk tunga eigi hér enn
langa lífdaga í þessu !andi. Enda hefir
vinskapur tekist við heimaþjóð vora. Má
þvl segja, að brúaðir séu Atlantsálar og
er annar brúarsporðurinn reistur á
draumalandi Islenskrar fjalladýrðar En
aflstuðullinn er reistur á strönd Vínlands
inni I landnámi Leifs Eiríkssonar. Meiri
kynning við ættlandið meinar lengri líf-
daga íslenska rnálinu til viðhalds I Vestur
heimi. Ég mintist á aflstuðulinn er vestur-
endi brúarinnar hvllir á; er það tákn-
mynd af tilvonandi kenslustól I norrænum
fræðum, sem reistur verður I veglegustu
mentastofnun Manitobafylkis. Hér eru Is-