Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Qupperneq 100
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Ársskýrsla Canadian Club, var ekki lögS
fram á þinginu sökum þess, aí> sú deild
hefir skipt um ársfundarhald. Kemur
væntanlega fram á næsta þingi.
J. J. Bildfell skýröi frá, aS hann heföi
til meSferðar bók, sem herra L,árus
Scheving á Akranesi á Islandi hefði sent
vestur um haf, meö þeirri ósk, a'ö ís-
lendingar í Vesturheimi rituöu eiginhand-
arnöfn sín í hana, ásamt heimilisfangi
sínu hér vestra og uppruna sta'S á Islandi
ásamt nánasta ættfólki. Þegar svo a& bók-
in væri fuilrituö eSa svo mörg nöfn, sem
fengjust í hana komin, þá ætti hún aS
sendast heim til geymslu á skjalasafni fs-
lands. Bíldfell fór nokkrum oröum urn
máliS og hvatti fólk til aS veröa vel viö
svo drengilegri málaleitun. HiÖ sama geröi
Dr. Beck.
StungiS upp á af Jóni Ólasyni, stutt af
Mrs. Backmann, aö þriggja manna þing-
nefnd sé sett i máliS , samþykkt.
í nefndina skipaði forseti:
Jón ólason,
Trausta fsfeld,
Gunnar Sæmundsson.
Klukkan þrjú var tekiö á móti sendi-
herra íslands og frú hans, sem þá voru
komin á fund. Flutti sendiherra, Thor
Thors, prýðilegt ávarp til þingsins og Vest-
ur íslendinga frá sjálfum sér.
Auk þess flutti hann ávarp, fagurt og
vingjarnlegt frá forseta íslands, hr. Sveini
Björnssyni.
KveSjur og skeyti til Jjóöræknisþingsins
frá forseta íslands,
hr. Sveini Björnssyni,
1. febrúar 1949.
A hverju ári leitar hugurinn til yöar
Vestur-fslendinga, er þér komið saman til
þings í Góubyrjun. Vér dáumst að trygS
yðar viS tungu vora og land. f þetta skipti
gerum vér þaS meS sérstökum þakkarhug,
er þér eruö aS lyfta því Grettlstaki aS fá
stofnað prófessorsembætti I íslenskum
fræöum viS Manitobaháskólann, sem veröa
mun til þess aS halda viS iSkun þeirra
fræöa á viröulegan og happadrjúgan hátt
á þeim staS, sem svo margir góSir íslend-
ingar og fólk af íslensku bergi brotiö hef-
ir lifaS og starfaS sjálfu sér til sæmdar
og fslandi til gagns.
Af einlægum hug sendi ég ySur öllum
persónulega, sem viöstaddir eru, og öll-
um Vestur-fslendingum hlýjar kveöjur og
árnaöaróskir. Ennfremur ÞjóSræknisfé-
laginu og þeim samtökum öSrum, sem
starfa aS því aö halda tengslum viS föSur-
landiö forna og auka veg og virðingu móS-
urmálsins og íslensku þjóSarinnar.
Ávarp frá Bjarna Benediktssyni,
utanríkisráSherra til fulltrúa á 30. árs-
þingi ÞjóSræknisfélags Vestur-íslendinga
1. febrúar 1949.
Viröulega samkoma!
Mér er þaS mikiS ánægjuefni aö geta
sent ySur mínar hlýjustu kveðjur á þess-
um merka áfanga I sögu þjóðræknissam-
taka Vestur-fslendinga.
fslensku þjóSinni hefir veriö mikill
styrkur aS þeirri vináttu og hjálpsemi,
sem hún hefir jafnan átt vísa hjá íslend-
ingum í Vesturheimi. AS hinu hefir þó
veriö enn meiri styrkur, hversu myndar-
lega íslendingum hefir tekist aS hefjast
frá fátælct til bjargálna og mannvirSinga
í hinu nýja umhverfi sinu. Hefir þaS vak-
iS stolt heimaþjóöarinnar og veriS henni
styrkur I baráttunni fyrir auknu sjálf-
stæSi og bættum kjörum, aö frændurnir
vestanhafs hafa sótt fram af kappi og
dugnaði og aflaS sér álits og virSingar.
En mest þykir oss fslendingum þó um
það vert, aS Vestur-íslendingar halda fast
viS þjóSerni sitt og menningararf og telja
sér aS því sóma, að eiga til fslendinga að
telja.
Af þessum ástæöum verða kveöjur þær,
sem vér nú sendum vestur um hafiö, meir
en venjulegar vinarkveöjur. Þær verSa
eins og kveðjur þær, sem bróðir sendir
bróður.
Frá herra Eysteini Jónssyni mennta-
málaráSherra.
Ávarp.
Mér er sönn ánægja, aS fá tækifæri til
þess að votta f>jóöræknisfélagi fslendinga I
Vesturheimi þakklæti mitt og viöurkenn-
ingu fyrir heillaríkt og ágætt starf þess í
þágu íslensks þjóðernis og Islenskrar
menningar vestan hafs um þrjátíu ára
skeið.
Stofnun þessa félags ber þögult vitni um
þróttmikla hugsjónamenn, sem gengu til
félagsstarfs vonglaSir og fórnfúsir, menn,
sem vissu. aÖ á miklu reiS, aS íslendingar
varSveittu þjóSerni sitt og slitnuðu ekki úr
tengslum viS þjóölega menningu sína,
þótt tungan breyttist og viöfangsefni væru
nýju landi helguö. Þeir höföu sjálfir sýnt
það og sannaS, meS þjóðhollu og mikils-
virtu starfi fyrir hiS nýja föSurland sitt,
aS góður íslendingur er góSur þegn hvers