Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 101
ÞINGTÍÐINDI
99
þess lands, er hann kýs sér aö heim-
kynni. Mér skilst, atS hugsjón þjóöræknis-
félagsins sé og hafi frá öndveröu veriö
sú, að glæöa metnaÖ Islendinga vestra,
auka þekkingu þeirra og ást á íslenskri
tungu, sögu og bókmentum og treysta
hollustu þeirra við þjóÖerni sitt, meö þaö
fyrir augum aö styrkja um leið traust
þeirra á sjálfum sér, efla sjálfsvirðingu
þeirra meö þessu öllu, aðstööu þeirra til
þess að starfa fyrir fósturland sitt í röð
hinna fremstu og bestu þegna þess. í
þessa átt hefir félagið starfað með ýms-
um hætti í þrjátfu ár. Og einmitt á þess-
um timamótum hefir það náð mikilsverð-
um áfanga er sýnir, að enn er hér starfað
af fylsta trúnaði við þá hugsjón, er í
upphafi hóf þetta félag og gaf þvi sinn
mesta styrk.
Stofnun lcennarastóls I íslenskum fræð-
um við Manitobaháskóla er efalaust mesta
þrekvirki félagsins, og mun um langan
aldur varpa ljóma á götu þess, vera höfuð-
sómi íslendinga vestan hafs og hinn mesti
styrkur íslensku þjóðerni og Islenskri
menningu. Og áhrif þessarar stofnunar
munu ná miklu vlðar en til íslendinga
einna. Áhuginn á norrænum, íslenskum
fræðum er nú hvergi meiri utan Norður-
landa en meðal engilsaxneskra þjóöa og
það gefur þessum nýja íslenska kennara-
stóli Þjóðræknisfélagsins stórum aukið
gildi. Allir þeir landar, sem hér hafa lagt
íð til, meira eða minna, hafa með þvl
nnnið Islenskri menningu hið mesta gagn.
Að svo mæltu vil ég færa Þjóðræknis-
fúlaginu bestu þakkir og hamingjuóskir á
Þessum tímamótum og óska þvl allra heilla
fi'amvegis.
Avarp frá forseta Háskóla íslands,
Alexander Jóhannessyni,
Kveðja frá Háskóla íslands.
Háskóli Islands sendir þrítugasta Þjóð-
'æknisþingi Islendinga I Vesturheimi al-
nðarkveðju sína og fagnar því, aö pró-
fessorsembætti I Islenskum fræðum verð-
Ur nú stofnað við Manitobaháskólann fyrir
f°rgöngu þjóðhollra Vestur-íslendinga,
sem af miklum höfðingsskap hafa lagt
f>'am fé til þessa. Háskóli íslands litur svo
‘l’ áð með stofnun þessa kennarastóls
se mjög mikilsvert spor stigið til varð-
reislu Islenskrar tungu I Vesturheimi og
lil Þess að treysta ættarböndin milli ís-
ll‘ndinga beggja megin hafsins.
Vararitari las upp árnaðaróska sím-
sk®yti frá Sigurgeir biskup Sigurðssyni,
ófeigi J. ófeigssyni, lækni, séra Priðrik
Hallgrlmssyni, Kristjáni Gunnlaugssyni og
Sigurði Sigurðssyni.
Þjóðræknisfélag Islendinga sendir Þjóð-
ræknisfélagi Islendinga I Vesturheimi
vinarkveðju og innilegar óskir um heilla-
ríkan árangur af göfugu starfi til varð-
veislu tungu vorri og þjóðerni meðal ís-
lendinga vestan hafs.
Ennfreraur símskeyti frá Sigurði pórð-
arsyni, frú Guðrúnu og séra Eiríki Bryn-
jólfssyni og Helga Briem frá Stokkhólmi
— öll hlýhugar og vingjarnleg I garð þings
ins og allra Vestur-lslendinga.
Bið þig að flytja Þjóðræknisfélaginu og
30. þingi þess mínar hjartanlegustu kveðj-
ur og óskir um áframhaldandi blessunar-
ríkt starf. — Kærarkveðjur.
Sig. Þórðarson.
Innilegar heillaóskir, þakkir og kveðj-
ur. Guö blessi Þjóðræknisfélagið, þingið
og alla Vestur-íslendinga.
Guðrún og Eirfkur Brynjólfsson.
Sendi ÞjóÖræknisfélaginu og löndunum
vestra hugheilar árnaðaróskir, kærar
kveðjur og þakkir fyrir góða kynningu á
dvalarárunum vestra.
Helgi P. Briem
Forseti las upp bréf frá forseta háskól-
ans I Norður Dakota, Dr. John C. West til
þingsins og íslendinga, mjög vingjarnlegt
og elskulegt bréf, þar sem að hann tekur
fram, að það væri fulltrúi háskólans á
þinginu.
University of North Dakota
Grand Forks.
February 19, 1949
Rev. Philip M. Petursson
President, Icelandic National League
Winnipeg, Manitoba.
Dear Rev. Petursson.
I have been informed that the Icelandic
National League will hold its 30th annual
convention in Winnipeg during the com-
ing week, and as an Honorary Member
of your splendid organization I do not
wish to let this important milestone in its
history go by without extending my greet-
ings and good wishes. I have, therefore,
asked Dr. Richard Beck of our faculty
to represent the University and myself at
the convention.
I can assure you that I value very
highly my Honorary Membership in the