Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 110
108
TÍMAHIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
þeir, sem lengi hafa lagt fram krafta sína
þessu máli til eflingar, væru nú atS gugna
og gefast upp.
Eftir tveggja mánaSa undirbúnings-
tímabil og nokkur bréfaviöskipti viC all-
ar deildir ÞjóÍSræknisfélagsins, þar sem ég
útskýrSi þær starfsaöferðir, er ég áleit
heppilegastar, hófust heimsóknir mínar
til deildanna um miSjan sept. 1947, og var
þeim haldiS uppi fram í júnílok 1948.
Alls voru gerSar 27 ferCir til tíu deilda.
Fundir voru haldnir meS embættismönn-
um deildanna; ísienskukennarar voru út-
vegaöir og fundir haldnir meÖ þeim og
ööru starfsfólki. Ég hefi haft 24 samtals-
fundi meö nefndum, kennurum og deild-
um I heild, þar sem almennar umræöur
hafa veriS um, hvernig best mætti efla
viShald islenskrar menningar hér vestan
hafs. Ég var viSstödd viS 14 kenslustundir
I Riverton, Gimli og Lundar og sótti stöö-
ugt laugardagsskólann i Winnipeg. Ég
veitti kennurunum aÖstoS viÖ kensluaS-
feröir, sagöi börnunum sögur um ísland,
og annaöist söngkenslu á skólunum. Auk
þess heimsótti ég I byrjun starfsins 80
heimili i Winnipeg og úti I bygöunum.
Fyrir tilmæli kennaranna hefi ég fjölrit-
aö rneira en 3,000 eintök af lesköflum,
söngvum, visum og kvæöum til afnota á
skólunum. Til þess aS vera í stöSugu sam-
bandi viS starfsfólkiS alt, hefi ég skrifað
því um 200 bréf. Finnn erindi um ísland
voru flutt á samkomum deildanna og 15
stutt ávörp um íslensk menningarmál á
opnum fundum þeirra. Tvívegis var ég
beöin aS flytja erindi um ísland á sam-
komum hérlendra ungmennafélaga I
Winnipeg.
Séra P. M. Pétursson gerði sér ferðir
með mér til Gimli, Riverton og Selkirk,
þar sem hann sýndi íslenska kvikmynd,
og höföu bæði börn og fullorðnir ánægju
af því. Starfsfólkið væri mjög þakklátt, ef
Þjóðræknisfélaginu tækist aÖ útvega fleiri
myndir frá Islandi.
Sem umboðsmanni félagsins var mér
boSiS að ávarpa skemtisamkomu aS ViSir,
Man., og útskýröi ég þar fræSslustarfsemi
þess. Einnig flutti ég erindi á samkomum
deildanna I Selkirk og Brown. 1 júni var
mér boöiö til Vancouver, B. C. til þess aÖ
flytja þar fyrirlestur á hinni árlegu hátið
deildarinnar ,,Ströndin“, og þar í borg
flutti ég einnig erindi um Island á elli-
heimilinu ,,Höfn“. í júli var ég gestur ís-
lendingadagsins I Blaine, AVash., og ræddi
þar áhugamál Þjóðræknisfélagsins.
Sem árangur af þessari fræSslutilraun
Þjóðræknisfélagsins má nú telja 450
manns, — börn, unglinga og fullorSna, —
sem tóku þátt I Islenskri menningarstarf-
semi. Fjórir Islenskir skólar voru starf-
ræktir; barnasöngflokkur var stofnaður I
Selkirk og undirstöður lagðar að stofnun
barnasöngflokka í Glenboro og Baldur.
Tilsögn var veitt I leiklist, leikflokki
,,Esjunnar“ I Árborg; og tvö fræöslufélög
(aduit study groups) voru starfrækt. pess
utan hafa nokkur ungmenni í Winnipeg,
sem ekki gátu sótt skólann, notiö tilsagn-
ar I íslensku I heimahúsum. Leskaflar og
annað Islenskt efni hefir vei'ið sent fjölda
af fólki víSsvegar, sem ekki hefir tæki-
færi til þess að fá tilsögn í íslensku, en
fýsir að fá ofurlitla niöurstöðu I málinu.
íslensku skólarnir héldu góðar loka-
samkomur við mikla aösókn. Samkoma
laugardagsskólans I Winnipeg var frá-
bærlega vel sótt og tókst með ágætum.
Þátt I skemtiskránni tóku 26 börn meö
söng, framsögn og sýndu íslenskan sjón-
leik.
Kennarar og aörir, sem þátt tóku I
fræðslustarfinu eöa undirbúningi þess
voru: Riverton: Mrs. F. V. Benedictson,
Mrs. O'. Coghiil, Miss K. Skúlason, Miss
S. Brynjólfson, Miss Elma Johnson, Mrs
Anna H. Árnason, Lawrence Johnson, og
Miss E. Cuddy; Gimli: Mrs. J. Tergesen,
Mrs. H. G. Sigurdson, Mrs. I, N, Bjarnason,
Mrs. Elin Einarson, Mrs. Th. Kardal, Mrs.
Helga Johnson, Mrs. O. N. Kardal og Miss
A Miller; Lundar: Mrs. O. Thorgiison, Mrs.
L. Sveinson, Mrs. S. Hofteig, séra H.
Johnson, Miss Ásta Björnson, Miss
Pauline Johnson og V. J. Guttormsson;
AVinnipeg: Mrs. E. P. Jónsson, Mrs. I-
Ingjaldson, Miss S. Eydal, Miss Katrfn
Brynjólfson, Mrs. Hólmfríöur Danielson og
Miss Corrine Day; Selkirk: Gunnar Er-
lendsson og Einar Magnússon Baldur;
Mrs. Borga Magnússon og Miss Anna
Sveinson; Glenboro: G. .1. Oleson og séra
Eric H. Sigmar.
Fræðslufélögin samanstanda af ungu og
miöaldra fólki, sem tilheyrir annari og
þriðju kynslóð Vestur-íslendinga. Fæst af
þvl hafði áöur gefið sig að íslenskum
fræöum, en sýnist nú þegar hafa haft
mikla ánægju af samfundunum og þeirri
uppbyggingu, sem þar er að fá. Vil ég
sérstaklega minnast Riverton-félagsins
sem telur 18 meölimi er mæta hálfsmán-
aðarlega. Er starfiÖ var skipulagt var kjör-
inn leiðsögumaður fyrir hvern fund. Á