Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 27
KROSSGÖTUR
9
Ásv. — Ég flækist meira og minna
með þeim, sem ég vísa til vegar.
Kýminn — (Truflaður). Og heldur
hér þó kyrru fyrir.
Ásv. — Flækingur er ekki bund-
inn við ferðalög.
Kýminn — Þetta er deginum
sannara. Æ, ég vildi ég mætti flækj-
ast með þér.
Ásv. — Það er guðvelkomið.
Kýminn — Og sitja um kyrt hér í
skóginum? Er ekki svoleiðis ein-
mana líf leiðinlegt?
Ásv. — Líf einstaklingsins er ekki
einmanalegt, þar sem líf náttúrunn-
ar ólgar og svellur alt í kringum
hann, eins og hérna í trjánum og
grasinu og blómunum, flugum,
fiðrildum og alls konar skorkvik-
indum, og fuglum, sem byrja og
enda daginn með söng. Jafnvel foss-
inn, sem er skamt héðan, hefir
hlaupið og sungið frá ómunatíð eins
°g hann væri heillifandi.
Kýminn — Ja, nú blöskrar mér.
Hvernig getur nokkur maður haft
samfélag við svoleiðis dót, nema það
lítið af því, sem ætt er? Þetta er
alt á svo langtum lægra stigi en
naennirnir.
Ásv. — Hvort eitt eða annað, sem
lífið hrærist í, er á háu eða lágu
stigi, veit sá einn, sem vakti efnið
til lífs.
Kýminn — (Vandræðalegur). Eft-
lr því eru þá allir menn á sama
stigi — auðmaðurinn og öreiginn,
vitfirringurinn og spekingurinn,
góðmennið og glæpamaðurinn,
flakkarinn og iðjumaðurinn. Nei,
berið þið nú frá mér á spýtu.
Ásv. — Ekkert er líklegra en það,
þó enginn geti fært sönnur fyrir
því, nema hann skilji hin hinztu rök.
Kýminn — (Tekur höndunum um
ennið). Svei mér ef mig snarsvimar
ekki (riðar) yfir allri þessari speki.
Ásv. — Ósköp er á mér! Þú ert
náttúrlega dauðsoltinn. Og hér
gaspra ég, í stað þess að gera þér
eitthvað gott.
Kýminn — (Tekur um kviðinn).
Líklega gutlandi, glorhungraður. Og
þetta veizt þú. Eftir þetta trúi ég
hverju þínu orði.
Ásv. — Farðu inn í kofann. Það
er kaffikanna við eldinn, og þú
finnur matarbita í koffortinu við
dyrnar.
Kýminn — Guð launi þér greið-
ann — en hvað heitir maðurinn?
Ásv. — Ég heiti Ásvaldur. Og þú?
Kýminn — Það veit enginn og
allra sízt ég. Ég er kallaður Kýminn,
en það er bara uppnefni.
Ásv. — Jæja, Kýminn minn, láttu
nú ekki lengur dragast, að fá þér
bita.
Kýminn — (Snýr til dyranna).
Ásvaldur — Ásvaldur. (Fer inn í
kofann).
Ásv. — (Horfir eftir honum). Nei.
Ég verð að sjá um að maðurinn fái
í sig. (Fer inn í kofann).
(Sveinn og Björg fátæklega og
létt-klædd koma inn frá vinstri.
Hlusta).
Sveinn — Heyrir þú klukkurnar,
Björg? Ekki heyri ég neitt.
Björg — Nei, ekki eitt einasta
dingaling.
Sveinn — Við finnum aldrei
bölvaðar beljurnar í þetta sinn.
Björg — Gott! Þá losna ég við
mjaltir í kvöld.
Sveinn — Þetta er annars leiða