Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 85
A FORNUM FEÐRASLÓÐUM
67
þar nokkura dvöl, má láta það undir
höfuð leggjast að skoða hið fjöl-
þætta Þjóðminjasafn á Byggðey, og
^iun þess seint iðra, því að þar getur
líta margt það, sem bregður birtu
hæði á menningarsögu Norðmanna
°g hins norræna kynstofns. Verður
það þó með hvað mestum sanni
sagt um víkingaskipin þrjú, sem þar
eru varðveitt; eitt þeirra (Túna-
skipið) þó aðeins að litlu leyti, en
hin tvö, Ásubergsskipið og Gauk-
staðaskipið, í upprunalegri mynd
sinni og fegurð, og bera skip þessi
því glæsilegt vitni, hverjir snillingar
1 skipasmíð norrænir menn hafa
yerið orðnir á víkingaöldinni, enda
attu þeir sér þá þegar langa reynslu
að baki í þeim efnum.
b fundust skip þessi í forn-
^aannahaugum í nágrenni Oslófjarð-
ar, á Vestfold hinni fornu. En þess
jafnframt að minnast, eins og
rettilega hefir sagt verið, að skip
n°rrænna manna voru þeim eigi að-
6ln® ^utningstæki, heldur samtímis
1 byægur þáttur í þjóðfélagslegu
P® trúariegu íífj þeirra, og því er
fa einnig, að skipagrafir þær, sem
undizt hafa, varpa um margt björtu
°si a líf 0g hugsunarhátt norrænna
féanna á víkingaöldinni, en klæði,
°g margs konar gripir voru lagðir
aug með mönnum.
rEe^^pagrafirnar benda einnig ótví-
1 at*’ að fornmenn hafa lagt
trúð taUða 1 SkÍP’ af Því að þeir
na y pVl> að hann ætti sjóferð fyrir
í ,Urn' ^tundum voru líkin lögð
brennt’i ?§ hv°rt tveggja síðan
sögu ’ otís eru dæmi þess í fornum
dauða?n ^ konun§ar’ sem vissu
a næstu grösum, stigu í log-
andi skip, sem þvínæst var ýtt frá
landi á haf út. Víðfræg að verðleik-
um er eftirfarandi lýsing Snorra
Sturlusonar í Heimskringlu á dauða
Haka konungs hins sænska:
„Haki konungur fékk svo mörg
sár, að hann sá, að hans lífdagar
myndu eigi langir verða. Þá lét hann
taka skeið, er hann átti, og lét hlaða
dauðum mönnum og vopnum, lét þá
flytja út til hafs og leggja stýri í
lag og draga upp segl, en leggja
eld í tyrvið og gera bál á skipinu.
Veður stóð af landi. Haki var þá
að kominn dauða eða dauður, er
hann var lagiður á bálið. Sigldi
skipið síðan loganda út í haf, og var
þetta allfrægt lengi síðan.“
Allt hið framanskráða stóð mér
ljóslifandi fyrir hugarsjónum, er við
hjónin skoðuðum víkingaskipin í
Byggðeyj arsafninu, og minna þau
áhorfandann jafnframt kröftuglega
á víðtækar víkingaferðir og landa-
fundi norrænna manna og á sögu-
legt og menningarlegt gildi þeirra
ferða þeirra. Þeir voru „frumherjar
frelsis11 miklu víðar en á íslandi,
þó að lýðveldi það, er þeir stofnuðu
þar beri hæst við himin í stjórnar-
farslegri sögu þeirra til forna.
Margt fleira merkilegt er að sjá í
Þjóðminjasafninu í Byggðey heldur
en víkingaskipin, þó að á þau muni
flestum safngestum verða hvað star-
sýnast. Þar á eyjunni hefir verið
safnað í einn stað og prýðilega fyrir
komið hálfu öðru hundraði norskra
bændabýla úr öllum landshlutum,
búin hinum gömlu húsgögnum og
vinnutækjum; má í bændabýlum
þessum lesa sögu norsks sveitalífs
frá því á miðöldum og fram á vora