Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 76
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
oft ójöfn, en sé tveim slíkum slengt
saman verður úr þeim eitt erindi í
tveim jöfnum pörtum.
Elzta sekventsían sem fundizt
hefur á íslandi mun vera latneskt-
íslenzkt eða orkneyskt 14. aldar
helgikvæði um Magnús Eyjajarl:
Comitis generosi. Sekventsíur á
móðurmálinu hafa ekki heyrzt
nefndar fyrr en eftir siðaskipti (í
Grallara 1594). Samt eru með vissu
tvær sekventsíur prentaðar í íslenzk-
um miðaldakvæðum Jóns Helga-
sonar. Önnur er Ágœt vil eg þér
óðinn jæra alveg í sama formi og 11.
aldar franska sekventsían Verbum
bonum et súave (svipar til Adams af
St. Victor).
Ágœt vil eg þér óðinn fœra
yfirvoldugust himna kœra
lofað sé þetta lífið skæra
Ijúfust jungfrú Máríá.
32 + 1 erindi
öld var þessi ringjótti seimur, þetta hreim-
tagl, orÖiS svo langt, atS menn i Frakklandi
og Þýzkalandi fóru atS setja texta viö
lagiÖ til aÖ muna þaö betur. Þetta söng-
tagl viÖ Ilallolúja var kallaö sekventsía
(sequcntia) en textinn undir því stundum
prósa fyrir sekventsíu. Fyrsti maður sem
lýsti þessum söngtöglum var Notker
balbulus (NauÖgeir stami d. 912) i St.
Gall klaustri I Sviss. Textarnir sem settir
voru við söngtöglin voru fyrst I lausu
máli, en uröu formbundnari meö tímanum,
snemma á tímum endaöi hvert visuorö I
þeim á a til þess aö ríma viö Ilallelúja.
Með tímanum urðu sekventsíurnar mjög
formbundnar, og það eru engar ýkjur að
segja, að bæði hymnagerð og veraldleg
vísnagerð hafi orðið fyrir geysimiklum
áhrifum af sekventsiunum. Þær virðast
hafa orðið vinsælli og vinsælli allt fram
undir siðaskipti, en þá féllu þær úr tizku
bæði I kaþðlskum löndum og löndum
mótmælenda. Þó eru enn nokkrar sekvent-
siur á Islenzka grallaranum eftir siða-
skipti (1594).
Verbum bonum et suave
Personemus illud Ave
Per cum Christo fit conclave
Virgo mater filia.
6 erindi
Þessi háttur er einu löngu vísuorði
lengri en Stabat mater dolorosa,
annars eins. Stefán Ólafsson notar
Stabat mater háttinn fyrstur manna,
að því að mér er kunnugt um.
Hin sekventsían í íslenzkum mið-
aldakvœðum er Nikulám skulu vér
heiðra hér og er rétt að prenta hana
hér í heilu líki til að gefa hugmynd
um hvernig sekventsíum var fyrir
komið.
1. Nikulám skulu vér heiðra hér
hefi eg þat traust hann bjargi
mér
af vosi ok vanda:
2. í Licia lýðrinn hver
lofgjörð hafa þar sett á kver
honum til handa.
3. Jarteigna blóm ritað er ríkt
rétt finnst ekki annað slíkt
lesið af lífi.
4. Víða um lönd að sjónum sást
segi eg hans miskunn aldreigi
brást
í kvalanna kífi.
5. Kongar jarlar krjúpa til þín
kenna blíðast heilsu vín
brögnum bœta.
6. Oleum mjúkt af steinþró stár
styttir pínu og harðleg fár
sykurið sœta.