Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 72
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eru um þetta efni, nokkuð jafnskipt
milli Krists og kross hans.
Eins og öldina á undan (14. öld)
er Máría langsamlega vinsælust af
dýrlingum á fimmtándu öld. Um 150
kirkjur voru helgaðar henni á Is-
landi. Nær helmingur (45) helgi-
kvæðanna er um hana. Fyrsta
kvæðið Náð eftir Hall Ögmundar-
son segir söguna af móður hennar
Önnu (þ. e. Náð), sem Jacob de
Voragine hafði gert vinsæla á
Vesturlöndum á 14. öld í frásögnun-
um í Legenda Aurea (Gullnu Helgi-
sögurnar). Um tylft af kvæðum
segja sögu Máríu sjálfrar. Þar af eru
fjögur hástemmd lofkvæði, þrjú
þeirra málblöndungar, makarónisk
(þ. e. á málblendingi úr latínu og
íslenzku) og segja þau frá boðun
Máríu og dýrð hennar. Þá eru þrjú
kvæði, eitt þeirra kallað Máríu-
grátur, sem lofa hana að vísu en
dvelja við fimm sorgir hennar.
Önnur þrjú í viðbót kveða um fagn-
að hennar fimm- eða sjöfaldan.
Tylftina fylla tvö kvæði, og er í öðru
þeirra, Heyr mig bjartast blómstrið
mœta, hrífandi lýsing á Kristi á
krossinum og Máríu fullri sorgar.
Önnur tylft Máríukvæða segir helgi-
sögur um Máríu, að mestu leyti eftir
Máríusögu.
Þá er að telja háttalykilinn,
Máríulykil, sem kenndur hefur
verið Jóni Máríuskáldi, vafasömum
manni. En á því er enginn vafi, að
háttalykillinn tekur meðal helgi-
kvæðanna við af háttalyklum
þeirra Rögnvalds kala og Snorra.
Upphaflega virðist þessi háttalykill
hafa verið aðeins 36 erindi í
jafnmörgum háttum að fornu
tali. Eru þetta og allt fornir hættir
og ekkert af hinum nýju hymna-
háttum hefur fengið upptöku. í út-
gáfu sem aukin er því nær um
helming (70 erindi) er enn mest af
fornu háttunum en þó nokkrir nýir.
Það sem eftir er af Máríukvæðun-
um, þar í hið hástemmda makarón-
iska (blöndungs-) lofkvæði Salutatio
Mariae, er flest lof og bænir fyrir
skáldinu, fjölskyldu hans eða mann-
kyni öllu, stundum mengað van-
máttarkennd höfundar, stundum
blandað gleði, allt að því hroka, er
höfundur ber Máríu, himnakærustu
sína, saman við veraldlegar kærust-
ur annara manna. Flest af Máríu-
kvæðunum er nafnlaust, en nokkur
eru höfundum kennd með meiri og
minni vissu.
Samanborið við fjölda Máríu-
kvæðanna komast postularnir ekki
upp í moðreyk. Til er Tólf postula
kvœði helgað þeim öllum, tvö kvæði
um Sánkta Pétur, önnur tvö um
postulann Pál, þrjú um Andréas
postula og aðeins eitt handa hverj-
um um Jón (Jóhannes), Jakob,
Tómas og Bartholomeus. Vinsældir
Andréasar postula, Skotadýrlings,
má vera tilviljun, er styrkist
kannske af því, að á 14. öld (ef þessi
kvæði eru frá 15. öld) hefjast þrjú
kvæði á ákalli til Andréasar (auk
ákalls til Guðs og Máríu, sem er
þvínær í öllum kvæðum). Þetta eru
tvö Máríukvæði og ein Heilagra
meyja drápa. Ef litið er á kirkju-
eignir Andréasar postula, þá er hann
langt á eftir Pétri (58), Jóni postula
(20) og Jóhannesi skírara (20) með
einar 13 kirkjur á landinu.
Af heilögum mönnum virðast að-