Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 72

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 72
54 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA eru um þetta efni, nokkuð jafnskipt milli Krists og kross hans. Eins og öldina á undan (14. öld) er Máría langsamlega vinsælust af dýrlingum á fimmtándu öld. Um 150 kirkjur voru helgaðar henni á Is- landi. Nær helmingur (45) helgi- kvæðanna er um hana. Fyrsta kvæðið Náð eftir Hall Ögmundar- son segir söguna af móður hennar Önnu (þ. e. Náð), sem Jacob de Voragine hafði gert vinsæla á Vesturlöndum á 14. öld í frásögnun- um í Legenda Aurea (Gullnu Helgi- sögurnar). Um tylft af kvæðum segja sögu Máríu sjálfrar. Þar af eru fjögur hástemmd lofkvæði, þrjú þeirra málblöndungar, makarónisk (þ. e. á málblendingi úr latínu og íslenzku) og segja þau frá boðun Máríu og dýrð hennar. Þá eru þrjú kvæði, eitt þeirra kallað Máríu- grátur, sem lofa hana að vísu en dvelja við fimm sorgir hennar. Önnur þrjú í viðbót kveða um fagn- að hennar fimm- eða sjöfaldan. Tylftina fylla tvö kvæði, og er í öðru þeirra, Heyr mig bjartast blómstrið mœta, hrífandi lýsing á Kristi á krossinum og Máríu fullri sorgar. Önnur tylft Máríukvæða segir helgi- sögur um Máríu, að mestu leyti eftir Máríusögu. Þá er að telja háttalykilinn, Máríulykil, sem kenndur hefur verið Jóni Máríuskáldi, vafasömum manni. En á því er enginn vafi, að háttalykillinn tekur meðal helgi- kvæðanna við af háttalyklum þeirra Rögnvalds kala og Snorra. Upphaflega virðist þessi háttalykill hafa verið aðeins 36 erindi í jafnmörgum háttum að fornu tali. Eru þetta og allt fornir hættir og ekkert af hinum nýju hymna- háttum hefur fengið upptöku. í út- gáfu sem aukin er því nær um helming (70 erindi) er enn mest af fornu háttunum en þó nokkrir nýir. Það sem eftir er af Máríukvæðun- um, þar í hið hástemmda makarón- iska (blöndungs-) lofkvæði Salutatio Mariae, er flest lof og bænir fyrir skáldinu, fjölskyldu hans eða mann- kyni öllu, stundum mengað van- máttarkennd höfundar, stundum blandað gleði, allt að því hroka, er höfundur ber Máríu, himnakærustu sína, saman við veraldlegar kærust- ur annara manna. Flest af Máríu- kvæðunum er nafnlaust, en nokkur eru höfundum kennd með meiri og minni vissu. Samanborið við fjölda Máríu- kvæðanna komast postularnir ekki upp í moðreyk. Til er Tólf postula kvœði helgað þeim öllum, tvö kvæði um Sánkta Pétur, önnur tvö um postulann Pál, þrjú um Andréas postula og aðeins eitt handa hverj- um um Jón (Jóhannes), Jakob, Tómas og Bartholomeus. Vinsældir Andréasar postula, Skotadýrlings, má vera tilviljun, er styrkist kannske af því, að á 14. öld (ef þessi kvæði eru frá 15. öld) hefjast þrjú kvæði á ákalli til Andréasar (auk ákalls til Guðs og Máríu, sem er þvínær í öllum kvæðum). Þetta eru tvö Máríukvæði og ein Heilagra meyja drápa. Ef litið er á kirkju- eignir Andréasar postula, þá er hann langt á eftir Pétri (58), Jóni postula (20) og Jóhannesi skírara (20) með einar 13 kirkjur á landinu. Af heilögum mönnum virðast að-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.