Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 111
UTAN AF SLÉTTUNNI
93
svefninn. Hann tók börnin 1 faðm
sinn, þó þau ætluðu sér að vaka
þangað til móðir þeirra kæmi. Tréð
þeirra stóð nú í ró og næði við fóta-
gaflinn á rúminu þeirra, en nú var
enginn til þess að hjálpa fuglunum,
sem fallið höfðu niður úr því, upp í
það aftur, því litlu systkinin voru
sofnuð, sofnuð í fötunum, fengust
ekki til þess að afklæða sig, því þau
aatluðu ekki að þurfa að tefja sig á
því að klæða sig til þess að ljúka
upp fyrir mömmu.
Og sjúklingurinn var nú einn
eftir vakandi. Svefninn hélt sig
fjarri honum. En tvær verur sátu
við rúm hans, sín hvorum megin, og
héldu höndunum saman yfir honum.
Og kvíðinn hvíslaði: — Hún er úti í
hríðinni! Hún er vilt! — En vonin
hvíslaði: — Öll él birta upp um
síðir.
☆ ☆
Nokkru síðar fanst kvenmannslík
í skógarrjóðri ekki langt frá kofan-
um þeirra. Það var eins og hún hefði
lagst til svefns með poka undir
höfðinu.
Kristinn Stefánsson
1856—1916
Það eru nú senn fjörutíu úr liðin síðan
skúldið Kristinn Stei'únsson gekk til hinstu
livíldar, enda virðist nú vera orðið hljótt
uin nai'n hans. Fyrir og eftir síðustu alda-
mót var liann samt að flestra dómi taiinn
ljóðrænasta og smekkvísasta skúldið liér
vestra. En hann, eins og svo marglr aðrir,
varð þeim örlögum liúður, að hverfa inn í
skugga stórskúldsins Stephans G. Stepli-
anssonar. Kristinn var fæddur úrið 1856,
og verður því 100 úra afmæli lians ú næsta
ári. Árið 1900 koin út i'yrsta kvæðakver
hans, „Vestan hafs“, og' árið 1916 kvæða-
safnið „fit um vötn og velli“, sköinmu
eftir andlát lians. og auðnaðist honum að
leggja síðustu hönd á meira en helming
þess handrits. Fáum var það kunnugt, að
hann fékkst dálítið við ritstiirf í óhundnu
máli. Auk nokkurra vel samdra hlaða-
greina, eru til á prenti tveir lýriskir pistlar,
„Geislinn“ og „Snjór“ í fyrsta árgangi
þessa tímarits, og sagan „í þorpinu“ í 34.
árgangi., auk sögunnar „XJtan af slétt-
unni“, hér að framan. Fann ég þær háðar
í eftirlátnum skræðum, sem ekkja skálds-
ins, Guðrún Jónsdóttir, sendi mér skömmu
áður en hún dó.
G. J.