Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 50
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Því næst er saga Olafs konungs hins
helga Haraldssonar meður öllum
sínum þáttum og þar meður sögur
Orkneyja jarla. Þá er Sverris saga,
þar eftir Hákonar saga gamla með
sögu Magnúsar konungs, sonar
hans. Þá er þáttur Einars Sokka-
sonar af Grænlandi, þar næst frá
Helga og Úlfi hinum illa. Þá hefur
upp annál, þegar heimurinn er
skaptur. Tekur hann allt til þess, er
nú er komið heimsstöðunni. Hefir
skrifað Jón prestur Þórðarson frá
Eiríki víðförla og Ólafs sögurnar
báðar, en Magnús prestur Þórhalls-
son hefir skrifað upp þaðan og svo
það, er fyrr er skrifað, og lýst alla.
Gleðji guð allsvaldandi þá, er skrif-
uðu, og þann, er fyrir sagði, og
jómfrú Sancta María.
Hér er að sjálfsögðu ekki talið
efni viðbótarinnar, er kom til miklu
seinna, þ. e. saga Magnúsar góða og
Haralds harðráða og nokkrir þættir
að auki. Er þetta allt geysilegt efni,
ekki sízt Ólafs sögurnar, enda hlaðið
utan á þær öllu því efni, er með
nokkru móti varð við þær tengt,
stundum heilum sögum, svo sem
Jómsvíkinga sögu, Færeyinga sögu
og Fóstbræðra sögu. Hefur ritaran-
um, sr. Jóni Þórðarsyni, þótt á
stundum nóg um, eins og sést á
formála hans fyrir einum þættin-
um. En þar segir sr. Jón:
Nú þó að margar ræður og frá-
sagnir sé ritaðar í þessu máli, þær
að eigi þykja mjög til heyra sögu
Ólafs Tryggvasonar, þá þarf það
eigi að undrast, því að svo sem
rennandi vötn fljóta af ýmissum
uppsprettum og koma öll í einn
stað niður, til þeirrar sömu líkingar
hafa þessar frásagnir af ýmislegu
upphafi eitt endimark: að ryðja til
atburða, sem Ólafur konungur
Tryggvason verður við staddur eður
menn hans.
Það er ekki ætlun mín að rekja
hér efni Flateyjarbókar, því að um
það mætti semja margar greinar. Ég
valdi hana aðeins sem sérkennilegan
og glæsilegan fulltrúa íslenzkra
handrita, sem dæmi um framtak og
stórhug Víðidalstungubóndans unga,
Jóns Hákonarsonar, sem réðst í það
32 ára gamall að láta rita Flateyjar-
bók, og þótti samt ekki nóg komið,
heldur lét og rita annað geysistórt
handrit, er kallað hefur verið
Vatnshyrna og er nú að mestu
glatað. En af eftirritum og öðrum
vitnisburðum má ráða, að á þeirri
bók hafi verið hvorki meira né
minna en 14 íslendinga sögur og
þættir.
Jón Hákonarson er einn af stólp-
unum undir þeirri brú, er vér köll-
um íslenzka menningu. Hann stend-
ur þar, sem straumurinn er einna
þyngstur, í lok 14. aldar. En rétt
eftir aldamótin 1400, þegar Jón er
á bezta aldri, dynur Svartidauði
yfir og fellir á skömmum tíma nær
þriðjung landsmanna Virðist allt
benda til, að Jón Hákonarson hafi
dáið í plágunni. En þó að hann félli,
stóðu verk hans eítir og héldu upp
brúnni.
Halldór Hermannsson hefur skrif-
að ýtarlega um íslenzk handrit,
Islandica, 19. bindi 1929. Segir
Halldór, að til séu nú, ef talin
eru öll brot, um 700 skinnhand-
rit, skrifuð á íslandi eða af íslend-
ingum fram til miðrar 16. aldar. —