Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Blaðsíða 40
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að finna. Þangað sækja menn þó
heilsubót.
Ásv. — Eða dauðann.
Sveinn — Ertu hræddur við
dauðann?
Ásv. — Já, við sjúkrahúsdauða.
Það er ekkert líf, að liggja þar til
að éta og sofa á kostnað annara.
Sveinn — En hvað um uppris-
una — að snúa hingað heim, heill
og hraustur?
Ásv. — Svo er ekki réttlátt, að
láta ykkur Björgu standa straum af
vesöld minni og aumingjaskap.
Sveinn — Og ekki þó það væri
okkur öllum til stórrar ánægju?
Ásv. — Þú hefir allar brellur í
frammi við mig.
Sveinn — Nær sem ég áset mér að
framkvæma eitthvað, dreg ég ekki
af mér.
Ásv. — Æ, legðu mér þá ráð til,
að komast hjá sjúkrahúsvistinni.
Sveinn — (Hlær). Nei, aldrei,
Ásv. — Og þetta eina bón mín. —
Sveinn — Hún snertir mig ekki.
Ég er enginn mannkærleiksmaður;
seilist bara eftir því sem gleður mig,
hver sem í hlut á. Og nú ætla ég
að fara að eins og ræningi. Taka þig,
sem ekki getur borið hönd fyrir
höfuð þér og flytja þig á sjúkrahúsið
hvað sem tautar.
Ásv. — Þú ert mesti ofstopi,
Sveinn minn. En hérna er höndin.
(Takast brosandi í höndur).
Björg — (Inni. Talar hátt). Ætl-
arðu að fylla húsið með eldivið?
Kýminn — (í dyrunum. Þurkar
svitann). Þetta er rétt. Bölvaður
dugnaður er í mér.
Björg — Ég held það sé bara
heimska.
Kýminn — Nei. Dugnaður er það
og mannskapur. (Tekur að bera eldi-
viðinn út).
Sveinn — Hann tefur bara fyrir
henni. Ég ætla að sjá hvort ég get
flýtt fyrir henni.
Ásv. — Gerðu það, því ég er far-
inn að finna til sultar aldrei þessu
vant. (Sveinn fer inn).
Kýminn — (Hættir að bera við-
inn). Það á ekki að verða grómið á
ílátunum sem þú étur úr. Þarna
hamast hún við, að þvo og fægja og
snurfusa alt, sem fyrir hendi er.
Hvert handtak hennar er hvíti
galdur, rétt eins og hún væri út-
skrifuð úr svarta skóla.
Ásv. — Björg er elskuleg mann-
eskja. Sveinn líka. Veiztu að hann
ætlar að aka með mig á sjúkrahúsið,
og leita mér læknis?
Kýminn — Og þú tekur þessu
þegjandi og hljóðalaust?
Ásv. — Hvað get ég gert, aumur
og farlama, nema þú komir í veg
fyrir það?
Kýminn — Ég á nú ekki annað
eftir. Það er mál til komið, að ein-
hver vísi þér til vegar.
Ásv. — Heldurðu ekki, þér leiðist
hér einveran?
Kýminn — Ekki er ég hræddur
um það. Fyrst og fremst eru nú
allir túristarnir þeirra Steins og
Héðins. Svo eru ormarnir.
Ásv. — Ormarnir?
Kýminn — Ormarnir, já. Ein-
hvern tíma sagðir þú mér, að þeir
væru eins og mennirnir. Ef mér
leiðist, tjóðra ég jötunuxa eða skarn-
purku við stólinn þinn og við höld-
um langar og lærðar samræður um
landsins gagn og nauðsynjar.